Ég dáist að ríkisstjórninni Sif Sigmarsdóttir skrifar 3. júlí 2013 07:00 Í alvöru. Ég dáist að ríkisstjórninni. Sigmundur Davíð, sem grætur í nýlegri grein í Morgunblaðinu að hann hafi ekki fengið lengri hveitibrauðsdaga í starfi, hefur rétt fyrir sér. „Loftárásir“ fjölmiðla og stjórnarandstöðu hafa valdið því að flestum hefur yfirsést hve einstök nýja ríkisstjórnin er. Einurð hennar og dugur eru svo gott sem fordæmalaus. Hún gengur mót þrautum sínum „djörf og sterk“ eins og segir í ljóði Davíðs Stefánssonar (svo ekki sé talað um að „hennar líf er eilíft kraftaverk“ í ljósi sögu samstarfs þessara tveggja flokka og þeirra hrakninga sem íslenskt samfélag lenti í í kjölfar þess). Ástæða aðdáunarinnar er einföld. Ég dáist að ríkisstjórninni fyrir að þykjast ekki vera eitthvað annað en hún er. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd. Og í hvað er hún klædd? Þar erum við komin að djörfunginni. Ekkert. Hún er algerlega berrössuð. Ekki í sömu merkingu og keisarinn í ævintýri H. C. Andersen er berrassaður. Hann hélt að minnsta kosti að hann væri í fötum. Ég dáist að ríkisstjórninni fyrir að vera nakin, vita af því en sýna ekki minnsta vott af spéhræðslu þrátt fyrir það. Þegar Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur gengu í eina sæng fyrir sex vikum átti ég von á að landsmönnum yrði gert að horfa upp á margra vikna leikrit. Í leikritinu færu stjórnarliðar með hlutverk ábyrgra og velviljaðra pólitíkusa, íklæddir skraddarasaumuðum fatnaði eftir tískusniðum sem væru algerlega frábrugðin þeim sem þóttu heit á árum hinnar spilltu einkavæðingarstjórnar sem starfaði frá 1995 til 2007 og þessir sömu flokkar stóðu að. En af sérstakri tillitssemi er okkur algerlega hlíft við slíkum ríkisstyrktum menningarviðburði; okkur er hlíft við öllum látalátum sem ætlað er að slá ryki í augu fólks. Ég dáist að ríkisstjórninni fyrir að hafa hugrekki til að sýna sitt rétta andlit frá fyrsta degi og hefja strax vinnu við að fella niður veiðigjald á útgerðir landsins svo að kvótakóngar geti örugglega haft í sig og á í tíunda veldi. Ekkert pukur, bara blygðunarlaus hagsmunagæsla fyrir opnum tjöldum. Ég dáist að ríkisstjórninni fyrir að reyna ekki einu sinni að þræta fyrir að fyrirhugaðar breytingar á skipun stjórnar RÚV styrki pólitískt tangarhald á stofnuninni. Ég dáist að því að menntamálaráðherra skuli takast að fullyrða án þess að minnsti roði hlaupi í kinnar hans að það sé ekkert óeðlilegt við að skipa aðeins fólk í stjórn LÍN sem hefur tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins. Ég dáist að ríkisstjórninni fyrir að hafa kjark til að sýna svo blákalt sinn innri mann, undirstrika okkur öllum til glöggvunar og áminningar hvar hagsmunir hennar liggja, að standa allsber og hnarreist fyrir framan þjóðina og hrópa: „Svona erum við, engin ný föt, ekkert nýja Ísland, bara sama gamla og góða hagsmunapotið og bitlingapartíið.“Farðalaus á stefnumóti Hvað sem fólki finnst um áherslur og stefnumál hinnar nýju ríkisstjórnar er ákveðinn heiðarleiki fólginn í þessari nálgun hennar. Flestir valdhafar, að minnsta kosti valdhafar lýðræðisríkja, sem ætluðu sér að hefja störf á hreinræktaðri frænd- og vinahygli myndu líklega reyna að láta sem minnst fyrir henni fara svona í blábyrjun stjórnartíðar sinnar, jafnvel reyna að hylma yfir hana. Svona eins og sönn dama myndi ekki mæta farðalaus á stefnumót fyrr en sambandið hefði verið kirfilega innsiglað. En ekki ríkisstjórn Sigmundar Davíðs. Hún er hugrakkari en svo að hún finni sig knúna til að villa á sér heimildir og stunda svo yfirborðslegt laumuspil. Framferði hennar er í raun jafnfölskvalaust og ef nornin í öðru ævintýri, ævintýrinu um Hans og Grétu, opnaði dyrnar á piparkökuhúsinu sínu þegar börnin bönkuðu og segði: „Gangið í bæinn, gangið í bæinn, en bara svo að allt sé nú uppi á piparkökuborðinu þá ætla ég að éta Hans og hneppa Grétu í þrældóm.“ Ég dáist að ríkisstjórninni fyrir að reyna ekki einu sinni að „feika“ áhuga á náttúruvernd heldur vekja strax máls á því að leggja niður umhverfisráðuneytið. Bamm. Þá vitum við það. Ég dáist að ríkisstjórninni fyrir að gefa opinberlega skít í jafnréttismálin og hlæja að þeim sem lýsa yfir áhyggjum af ójöfnum kynjahlutföllum í þingnefndum Alþingis. Bamm. Þá þarf enginn að eyða púðri í óþarfa vonir um jafnari stöðu kynjanna næstu fjögur árin. Ég dáist að ríkisstjórninni fyrir að hafa fantabrögð sín uppi á borðinu og skikka fólk einfaldlega á sinn fund frekar en að hóta því undir rós þegar það gerir eitthvað sem henni líkar ekki eins og krúttlegu gaurarnir sem standa að undirskriftasöfnuninni gegn niðurfellingu veiðigjaldsins fengu að kynnast á dögunum. Og svo mætti lengi telja.Kyndilberi nýrra stjórnmála Tvö af stefnumálum Besta flokksins í borgarstjórnarkosningunum 2010 voru að hygla vinum sínum og stunda spillingu fyrir opnum tjöldum. Lítið hefur borið á efndum hjá flokknum að þessu leyti. Hin nýja ríkisstjórn Sigmundar Davíðs virðist hins vegar hafa tekið loforðin upp á sína arma og er nú kyndilberi þessarar djörfu og framúrstefnulegu pólitísku aðferðafræði. Við kjósendur höfum lengi kallað eftir nýjum stjórnmálum, opnara samfélagi og meiri heiðarleika á Alþingi. Okkur hefur nú loks orðið að ósk okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun
Í alvöru. Ég dáist að ríkisstjórninni. Sigmundur Davíð, sem grætur í nýlegri grein í Morgunblaðinu að hann hafi ekki fengið lengri hveitibrauðsdaga í starfi, hefur rétt fyrir sér. „Loftárásir“ fjölmiðla og stjórnarandstöðu hafa valdið því að flestum hefur yfirsést hve einstök nýja ríkisstjórnin er. Einurð hennar og dugur eru svo gott sem fordæmalaus. Hún gengur mót þrautum sínum „djörf og sterk“ eins og segir í ljóði Davíðs Stefánssonar (svo ekki sé talað um að „hennar líf er eilíft kraftaverk“ í ljósi sögu samstarfs þessara tveggja flokka og þeirra hrakninga sem íslenskt samfélag lenti í í kjölfar þess). Ástæða aðdáunarinnar er einföld. Ég dáist að ríkisstjórninni fyrir að þykjast ekki vera eitthvað annað en hún er. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd. Og í hvað er hún klædd? Þar erum við komin að djörfunginni. Ekkert. Hún er algerlega berrössuð. Ekki í sömu merkingu og keisarinn í ævintýri H. C. Andersen er berrassaður. Hann hélt að minnsta kosti að hann væri í fötum. Ég dáist að ríkisstjórninni fyrir að vera nakin, vita af því en sýna ekki minnsta vott af spéhræðslu þrátt fyrir það. Þegar Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur gengu í eina sæng fyrir sex vikum átti ég von á að landsmönnum yrði gert að horfa upp á margra vikna leikrit. Í leikritinu færu stjórnarliðar með hlutverk ábyrgra og velviljaðra pólitíkusa, íklæddir skraddarasaumuðum fatnaði eftir tískusniðum sem væru algerlega frábrugðin þeim sem þóttu heit á árum hinnar spilltu einkavæðingarstjórnar sem starfaði frá 1995 til 2007 og þessir sömu flokkar stóðu að. En af sérstakri tillitssemi er okkur algerlega hlíft við slíkum ríkisstyrktum menningarviðburði; okkur er hlíft við öllum látalátum sem ætlað er að slá ryki í augu fólks. Ég dáist að ríkisstjórninni fyrir að hafa hugrekki til að sýna sitt rétta andlit frá fyrsta degi og hefja strax vinnu við að fella niður veiðigjald á útgerðir landsins svo að kvótakóngar geti örugglega haft í sig og á í tíunda veldi. Ekkert pukur, bara blygðunarlaus hagsmunagæsla fyrir opnum tjöldum. Ég dáist að ríkisstjórninni fyrir að reyna ekki einu sinni að þræta fyrir að fyrirhugaðar breytingar á skipun stjórnar RÚV styrki pólitískt tangarhald á stofnuninni. Ég dáist að því að menntamálaráðherra skuli takast að fullyrða án þess að minnsti roði hlaupi í kinnar hans að það sé ekkert óeðlilegt við að skipa aðeins fólk í stjórn LÍN sem hefur tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins. Ég dáist að ríkisstjórninni fyrir að hafa kjark til að sýna svo blákalt sinn innri mann, undirstrika okkur öllum til glöggvunar og áminningar hvar hagsmunir hennar liggja, að standa allsber og hnarreist fyrir framan þjóðina og hrópa: „Svona erum við, engin ný föt, ekkert nýja Ísland, bara sama gamla og góða hagsmunapotið og bitlingapartíið.“Farðalaus á stefnumóti Hvað sem fólki finnst um áherslur og stefnumál hinnar nýju ríkisstjórnar er ákveðinn heiðarleiki fólginn í þessari nálgun hennar. Flestir valdhafar, að minnsta kosti valdhafar lýðræðisríkja, sem ætluðu sér að hefja störf á hreinræktaðri frænd- og vinahygli myndu líklega reyna að láta sem minnst fyrir henni fara svona í blábyrjun stjórnartíðar sinnar, jafnvel reyna að hylma yfir hana. Svona eins og sönn dama myndi ekki mæta farðalaus á stefnumót fyrr en sambandið hefði verið kirfilega innsiglað. En ekki ríkisstjórn Sigmundar Davíðs. Hún er hugrakkari en svo að hún finni sig knúna til að villa á sér heimildir og stunda svo yfirborðslegt laumuspil. Framferði hennar er í raun jafnfölskvalaust og ef nornin í öðru ævintýri, ævintýrinu um Hans og Grétu, opnaði dyrnar á piparkökuhúsinu sínu þegar börnin bönkuðu og segði: „Gangið í bæinn, gangið í bæinn, en bara svo að allt sé nú uppi á piparkökuborðinu þá ætla ég að éta Hans og hneppa Grétu í þrældóm.“ Ég dáist að ríkisstjórninni fyrir að reyna ekki einu sinni að „feika“ áhuga á náttúruvernd heldur vekja strax máls á því að leggja niður umhverfisráðuneytið. Bamm. Þá vitum við það. Ég dáist að ríkisstjórninni fyrir að gefa opinberlega skít í jafnréttismálin og hlæja að þeim sem lýsa yfir áhyggjum af ójöfnum kynjahlutföllum í þingnefndum Alþingis. Bamm. Þá þarf enginn að eyða púðri í óþarfa vonir um jafnari stöðu kynjanna næstu fjögur árin. Ég dáist að ríkisstjórninni fyrir að hafa fantabrögð sín uppi á borðinu og skikka fólk einfaldlega á sinn fund frekar en að hóta því undir rós þegar það gerir eitthvað sem henni líkar ekki eins og krúttlegu gaurarnir sem standa að undirskriftasöfnuninni gegn niðurfellingu veiðigjaldsins fengu að kynnast á dögunum. Og svo mætti lengi telja.Kyndilberi nýrra stjórnmála Tvö af stefnumálum Besta flokksins í borgarstjórnarkosningunum 2010 voru að hygla vinum sínum og stunda spillingu fyrir opnum tjöldum. Lítið hefur borið á efndum hjá flokknum að þessu leyti. Hin nýja ríkisstjórn Sigmundar Davíðs virðist hins vegar hafa tekið loforðin upp á sína arma og er nú kyndilberi þessarar djörfu og framúrstefnulegu pólitísku aðferðafræði. Við kjósendur höfum lengi kallað eftir nýjum stjórnmálum, opnara samfélagi og meiri heiðarleika á Alþingi. Okkur hefur nú loks orðið að ósk okkar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun