Reyna að þrýsta á leiðtoga G8-ríkjanna Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. júní 2013 08:30 Fjarskiptarisinn Nokia hefur lagst á árar með ONE Campaign í baráttunni gegn fátækt í heiminum með birtingu ljósmynda sem teknar eru á Lumia 920 snjallsíma fyrirtækisins. Frá og með gærdeginum og þar til á morgun er myndunum varpað upp á vegg Tate nýlistasafnsins í London. Myndbirtingin helst svo í hendur við tónlistarátak One, agit8, sem hleypt var af stokkunum í gær. Með því að taka upp og gefa út á ný sígilda baráttusöngva vonast tónlistarmenn á borð við Sting, Green Day, Ed Sheeran og Mumford & Sons til þess að hafa áhrif á þjóðarleiðtoga sem sækja heim G-8 fundinn á Norður Írlandi í næstu viku. Átakið nýtur stuðnings Bonos, söngvara U2, en hann er einn stofnenda One. Markmiðið er sagt að þrýsta á leiðtoga stærstu ríkja heims að ýta undir matvælaframleiðslu í Afríku og auka gagnsæi í alþjóðlegu hjálparstarfi. Tónlistin er fáanleg frá og með deginum í dag á vef átaksins, one.org/protestsongs, ásamt ljósmyndunum sem ljósmyndablaðamenn, bloggarar, áhugaljósmyndara og frægðarfólk um heim allan hefur tekið á snjallsíma Nokia. Myndirnar eiga að endurspegla baráttusöngvana á einhvern hátt. Þær er líka hægt að sjá á samskiptavefjum Twitter, undir merkinu #nokiaONECampaign, og á opinberri Facebook síðu Nokia. Samstarfi Nokia og One var hleypt af stokkunum í gær. Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjarskiptarisinn Nokia hefur lagst á árar með ONE Campaign í baráttunni gegn fátækt í heiminum með birtingu ljósmynda sem teknar eru á Lumia 920 snjallsíma fyrirtækisins. Frá og með gærdeginum og þar til á morgun er myndunum varpað upp á vegg Tate nýlistasafnsins í London. Myndbirtingin helst svo í hendur við tónlistarátak One, agit8, sem hleypt var af stokkunum í gær. Með því að taka upp og gefa út á ný sígilda baráttusöngva vonast tónlistarmenn á borð við Sting, Green Day, Ed Sheeran og Mumford & Sons til þess að hafa áhrif á þjóðarleiðtoga sem sækja heim G-8 fundinn á Norður Írlandi í næstu viku. Átakið nýtur stuðnings Bonos, söngvara U2, en hann er einn stofnenda One. Markmiðið er sagt að þrýsta á leiðtoga stærstu ríkja heims að ýta undir matvælaframleiðslu í Afríku og auka gagnsæi í alþjóðlegu hjálparstarfi. Tónlistin er fáanleg frá og með deginum í dag á vef átaksins, one.org/protestsongs, ásamt ljósmyndunum sem ljósmyndablaðamenn, bloggarar, áhugaljósmyndara og frægðarfólk um heim allan hefur tekið á snjallsíma Nokia. Myndirnar eiga að endurspegla baráttusöngvana á einhvern hátt. Þær er líka hægt að sjá á samskiptavefjum Twitter, undir merkinu #nokiaONECampaign, og á opinberri Facebook síðu Nokia. Samstarfi Nokia og One var hleypt af stokkunum í gær.
Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent