"Hættið að geraða“ Sif Sigmarsdóttir skrifar 5. júní 2013 08:59 Þegar ég fór í starfskynningu á Morgunblaðið í 10. bekk og skartaði dragtarjakka af mömmu og hátíðlegri svip en páfinn á jólunum sá ég fyrir mér framtíð fulla af ábúðarfullum skrifum um hluti eins og verðbólgu, stýrivexti og aflaheimildir. Ef einhver hefði sagt hinni fimmtán ára gömlu mér að tveimur áratugum síðar ætti hún eftir að skrifa grein á leiðaraopnu útbreiddasta dagblaðs landsins um eigin líkamsvessa og ósjálfrátt þvaglát hefði hún farið svo hjá sér að hún hefði lagt varanlega frá sér Montblanc-pennann sem hún fékk í fermingargjöf og tekið strætó upp í Vífilfell þar sem hinn helmingur bekkjarins sótti starfskynningu í von um ókeypis kókflösku. Um leið og ég lofa að halda áfram skrifum um virðulega hluti á borð við verðtryggingu og fiskveiðistjórnunarkerfið þar sem frá var horfið í næsta pistli vil ég ráðleggja þeim sem eru með lágan vandræðaleikaþröskuld að hætta tafarlaust að lesa.„Ég hugsa alltaf um þetta ef“ Verandi ólétt reyni ég að forðast lífsreynslusögur fjölmiðla. Það hormónabað sem sálir þungaðra kvenna fá í níu mánuði að svamla í veldur því að slík lesning endar yfirleitt með ósköpum. Fyrir tveimur vikum rak ég hins vegar augun í slíkt viðtal sem heltók mig svo að ég gat ekki hætt að lesa. Viðtalið birtist í DV og rætt var við unga konu, Valgerði Guðjónsdóttur, sem hafði misst tvö börn sem fæddust fyrir tímann aðeins nítján ára. Frá þessari reynslu sagði Valgerður af aðdáunarverðri hreinskilni, en hún vonaðist til að auka skilning á aðstæðum þeirra sem missa börn á slíkan hátt. Valgerður á heiður skilinn fyrir að deila hinum ýmsu hliðum svo persónulegs missis með landsmönnum. Það krefst hugrekkis. Margt vakti mig til umhugsunar við lestur viðtalsins. Eitt hefur setið sérstaklega í mér síðan. Valgerður var aðeins sautján ára þegar hún missti fyrra barn sitt. Hún vaknaði upp með verki í baki og blóðlitað slím í buxunum. Hún hringdi samstundis í Læknavaktina og henni var sagt að þetta væri eðlilegt, hún ætti bara að róa sig niður og strjúka bumbuna. „Eftir á að hyggja þá er þetta eina manneskjan sem ég er reið út í,“ segir Valgerður í viðtalinu. „Ef ég hefði farið strax upp á spítala þá hefði kannski verið hægt að koma í veg fyrir að ég missti barnið. Ég hugsa alltaf um þetta ef.“ Af einhyrningum og tunglferðum Þessi yfirlætislegu viðbrögð heilbrigðisstarfsmannsins hinum megin á línunni hefðu líklega ekki vakið athygli mína sérstaklega ef ekki væri fyrir þær sakir að eitt neyðarlegasta atvik meðgöngu minnar hingað til var einmitt í boði símaráðgjafar Læknavaktarinnar (en af nógu er að taka eins og óléttar konur sem hafa t.d. hnerrað á óheppilegum tíma vita). Snemma á meðgöngunni varð ég vör við blæðingar. Sem sjálfskipaður Íslandsmeistari í afneitun voru viðbrögð mín þau að stinga höfðinu í sandinn. Eiginmaðurinn ákvað hins vegar að hunsa tilraun mína til að slá nýtt met í afreksíþróttinni og hringdi í Læknavaktina. „Hættið bara að geraða,“ sagði tyggjójórtrandi kona hinum megin á línunni, af jafnmikilli hlýju og frostpinni, og yppti öxlum gegnum símalínuna. Konan hefði allt eins getað sagt okkur að slátra einhyrningi, fljúga með hann til tunglsins á vængjum frá stoðtækjaframleiðandanum Össuri og færa hann geimverum að fórn, svo fjarri voru ráð hennar raunveruleikanum, líðan og aðstæðum. Það gerir mann ekki að kvensjúkdómalækni að vera óléttur. Ég leyfi mér hins vegar að fullyrða að hin „réttu“ ráð við blæðingum á meðgöngu eru hvorki að hætta að „geraða“ né að „róa sig niður og strjúka bumbuna“. Á upplýsingavef breska heilbrigðiskerfisins segir orðrétt: „Blæðing á öllum stigum meðgöngu getur verið hættumerki og skal samstundis hafa samband við lækni eða ljósmóður beri á slíku. Ástæður blæðinganna eru sjaldnast alvarlegar en mjög mikilvægt er að þær séu greindar strax.“ Ég velti fyrir mér hvort tilgangur símaráðgjafar Læknavaktarinnar sé að láta fólk fara hjá sér og gera svo lítið úr kvillum þess að það sleppir því að íþyngja heilbrigðiskerfinu með heimsókn. Það tók mig nokkra daga að komast yfir að hið faglega hugtak heilbrigðisgeirans yfir athöfnina sem stuðlar að fjölgun mannkyns skuli vera það sama og svölu krakkarnir í grunnskóla sem héngu fyrir utan hverfissjoppuna og reyktu Camel (þeir sömu og fóru í starfskynningu í Vífilfell) notuðu til að misbjóða okkur teprunum. Þá dreif ég mig loks til læknis.Spurning um líf og dauða Töfin sem símtalið til Læknavaktarinnar olli hafði ekki afleiðingar fyrir undirritaða. Í öðrum tilfellum getur verið spurning um líf og dauða. Í Bretlandi, þar sem ég dvel nú, standa yfir ákafar rökræður um ágæti nýrrar símaráðgjafar heilbrigðiskerfisins, á borð við þá sem Læknavaktin veitir. Bretar eru þekktir fyrir að sýna af sér hörku kaþólsks sjálfshýðingarfólks þegar kemur að naflaskoðun og sjálfsgagnrýni. Okkur Íslendingum hættir hins vegar stundum til að hrökkva í vörn við gagnrýni. En slíkt er hættulegt. Ef ekki er vandað til verks við símaráðgjöf í heilbrigðiskerfinu getur skaðinn sem ráðgjöfin veldur verið meiri en gagnið sem hlýst af henni. Tvær dæmisögur eru hins vegar ekki marktæk gæðarannsókn. Hugleiðingum þessum er ætlað að velta upp þeirri spurningu hvort hugsanlegt geti verið að þarna sé pottur brotinn. Sem liður í því þætti undirritaðri vænt um að heyra hver reynsla lesenda er af símaþjónustunni og eru þeir sem treysta sér til að deila henni beðnir um að senda línu á netfangið sif.sigmarsdottir@gmail.com. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Þegar ég fór í starfskynningu á Morgunblaðið í 10. bekk og skartaði dragtarjakka af mömmu og hátíðlegri svip en páfinn á jólunum sá ég fyrir mér framtíð fulla af ábúðarfullum skrifum um hluti eins og verðbólgu, stýrivexti og aflaheimildir. Ef einhver hefði sagt hinni fimmtán ára gömlu mér að tveimur áratugum síðar ætti hún eftir að skrifa grein á leiðaraopnu útbreiddasta dagblaðs landsins um eigin líkamsvessa og ósjálfrátt þvaglát hefði hún farið svo hjá sér að hún hefði lagt varanlega frá sér Montblanc-pennann sem hún fékk í fermingargjöf og tekið strætó upp í Vífilfell þar sem hinn helmingur bekkjarins sótti starfskynningu í von um ókeypis kókflösku. Um leið og ég lofa að halda áfram skrifum um virðulega hluti á borð við verðtryggingu og fiskveiðistjórnunarkerfið þar sem frá var horfið í næsta pistli vil ég ráðleggja þeim sem eru með lágan vandræðaleikaþröskuld að hætta tafarlaust að lesa.„Ég hugsa alltaf um þetta ef“ Verandi ólétt reyni ég að forðast lífsreynslusögur fjölmiðla. Það hormónabað sem sálir þungaðra kvenna fá í níu mánuði að svamla í veldur því að slík lesning endar yfirleitt með ósköpum. Fyrir tveimur vikum rak ég hins vegar augun í slíkt viðtal sem heltók mig svo að ég gat ekki hætt að lesa. Viðtalið birtist í DV og rætt var við unga konu, Valgerði Guðjónsdóttur, sem hafði misst tvö börn sem fæddust fyrir tímann aðeins nítján ára. Frá þessari reynslu sagði Valgerður af aðdáunarverðri hreinskilni, en hún vonaðist til að auka skilning á aðstæðum þeirra sem missa börn á slíkan hátt. Valgerður á heiður skilinn fyrir að deila hinum ýmsu hliðum svo persónulegs missis með landsmönnum. Það krefst hugrekkis. Margt vakti mig til umhugsunar við lestur viðtalsins. Eitt hefur setið sérstaklega í mér síðan. Valgerður var aðeins sautján ára þegar hún missti fyrra barn sitt. Hún vaknaði upp með verki í baki og blóðlitað slím í buxunum. Hún hringdi samstundis í Læknavaktina og henni var sagt að þetta væri eðlilegt, hún ætti bara að róa sig niður og strjúka bumbuna. „Eftir á að hyggja þá er þetta eina manneskjan sem ég er reið út í,“ segir Valgerður í viðtalinu. „Ef ég hefði farið strax upp á spítala þá hefði kannski verið hægt að koma í veg fyrir að ég missti barnið. Ég hugsa alltaf um þetta ef.“ Af einhyrningum og tunglferðum Þessi yfirlætislegu viðbrögð heilbrigðisstarfsmannsins hinum megin á línunni hefðu líklega ekki vakið athygli mína sérstaklega ef ekki væri fyrir þær sakir að eitt neyðarlegasta atvik meðgöngu minnar hingað til var einmitt í boði símaráðgjafar Læknavaktarinnar (en af nógu er að taka eins og óléttar konur sem hafa t.d. hnerrað á óheppilegum tíma vita). Snemma á meðgöngunni varð ég vör við blæðingar. Sem sjálfskipaður Íslandsmeistari í afneitun voru viðbrögð mín þau að stinga höfðinu í sandinn. Eiginmaðurinn ákvað hins vegar að hunsa tilraun mína til að slá nýtt met í afreksíþróttinni og hringdi í Læknavaktina. „Hættið bara að geraða,“ sagði tyggjójórtrandi kona hinum megin á línunni, af jafnmikilli hlýju og frostpinni, og yppti öxlum gegnum símalínuna. Konan hefði allt eins getað sagt okkur að slátra einhyrningi, fljúga með hann til tunglsins á vængjum frá stoðtækjaframleiðandanum Össuri og færa hann geimverum að fórn, svo fjarri voru ráð hennar raunveruleikanum, líðan og aðstæðum. Það gerir mann ekki að kvensjúkdómalækni að vera óléttur. Ég leyfi mér hins vegar að fullyrða að hin „réttu“ ráð við blæðingum á meðgöngu eru hvorki að hætta að „geraða“ né að „róa sig niður og strjúka bumbuna“. Á upplýsingavef breska heilbrigðiskerfisins segir orðrétt: „Blæðing á öllum stigum meðgöngu getur verið hættumerki og skal samstundis hafa samband við lækni eða ljósmóður beri á slíku. Ástæður blæðinganna eru sjaldnast alvarlegar en mjög mikilvægt er að þær séu greindar strax.“ Ég velti fyrir mér hvort tilgangur símaráðgjafar Læknavaktarinnar sé að láta fólk fara hjá sér og gera svo lítið úr kvillum þess að það sleppir því að íþyngja heilbrigðiskerfinu með heimsókn. Það tók mig nokkra daga að komast yfir að hið faglega hugtak heilbrigðisgeirans yfir athöfnina sem stuðlar að fjölgun mannkyns skuli vera það sama og svölu krakkarnir í grunnskóla sem héngu fyrir utan hverfissjoppuna og reyktu Camel (þeir sömu og fóru í starfskynningu í Vífilfell) notuðu til að misbjóða okkur teprunum. Þá dreif ég mig loks til læknis.Spurning um líf og dauða Töfin sem símtalið til Læknavaktarinnar olli hafði ekki afleiðingar fyrir undirritaða. Í öðrum tilfellum getur verið spurning um líf og dauða. Í Bretlandi, þar sem ég dvel nú, standa yfir ákafar rökræður um ágæti nýrrar símaráðgjafar heilbrigðiskerfisins, á borð við þá sem Læknavaktin veitir. Bretar eru þekktir fyrir að sýna af sér hörku kaþólsks sjálfshýðingarfólks þegar kemur að naflaskoðun og sjálfsgagnrýni. Okkur Íslendingum hættir hins vegar stundum til að hrökkva í vörn við gagnrýni. En slíkt er hættulegt. Ef ekki er vandað til verks við símaráðgjöf í heilbrigðiskerfinu getur skaðinn sem ráðgjöfin veldur verið meiri en gagnið sem hlýst af henni. Tvær dæmisögur eru hins vegar ekki marktæk gæðarannsókn. Hugleiðingum þessum er ætlað að velta upp þeirri spurningu hvort hugsanlegt geti verið að þarna sé pottur brotinn. Sem liður í því þætti undirritaðri vænt um að heyra hver reynsla lesenda er af símaþjónustunni og eru þeir sem treysta sér til að deila henni beðnir um að senda línu á netfangið sif.sigmarsdottir@gmail.com.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun