Uppáklædd eðla Karen Kjartansdóttir skrifar 11. maí 2013 07:00 Þegar ég leit í spegil í morgunskímunni um daginn sýndist mér ég sjá eðlu. Eitthvert skriðdýrslegt blik virtist vera í augum mér og svo virtist sem húðin hefði fengið á sig grænleitan blæ. „Hvað er atarna?“ hugsaði ég, kveikti ljósin og sá að þarna var ég hversdagurinn holdi klæddur – snurfusaði mig, klæddist og hélt út í daginn, fremur ólík eðlu sem endranær. Oft er talað um netið sem hlið mannkyns að upplýsingum. Sjálf kýs ég þó helst að nota það til að skoða myndir af köttum og lesa athugasemdir fólks sem mér þykir fífl, frekar en að setja mig inn í kjarneðlisfræði eða forngrísku, sem ég gæti þó allt eins gert. Sá galli fylgir líka netinu að ekkert hefur nýst eins vel til að dreifa misskilningi, lygum og samsæriskenningum. Á því kynntist ég dellu Davids Icke. Samkvæmt honum eru helstu valdhafar heims afkvæmi einhvers konar skriðdýra eða eðlna úr geimnum. Þær stjórna heiminum, skipa helstu valdasæti og koma afkvæmum sínum til embætta. Samkvæmt honum er til dæmis nær öruggt að Elísabet Englandsdrottning, Obama og Ólafur Ragnar séu af ætt þessara valdamiklu hamhleypa. Eðlumennin vilja alls ekki að mannkynið átti sig á ömurð sinni og hafa því blekkt það í aldir og kúgað á hina ýmsu lund. Eðlumennin eru drottnarar og skeytingarlaus fyrir þjáningum og þræla út mannkyninu til að verja eigin þægindi. Ógeðslegt kyn það. Þegar ég las netútgáfuNew York Times í gær af björgun hinnar ungu Reshmu, sem lá grafin undir rústum saumaverksmiðju í Bangladess í sautján daga, fór ég aftur að hugsa um eðlumennin. Hverjir aðrir en ómenni sætta sig við að kaupa föt frá framleiðendum sem meta mannslíf einskis, af verksmiðjum þar sem þúsundir eru reknar inn í hús sem tekið er að hrynja og yppa öxlum yfir fréttum af dauða og örkumlun? David Icke getur útfært kenningar sínar um eðlumennin, þau eru víðar en í æðstu embættum. Ég notaði netið, leitaði uppi fyrirtæki sem selja fatnað sem ekki hefur verið búinn til við ömurlegar aðstæður og ætla að reyna að bæla niður eðluna í mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun
Þegar ég leit í spegil í morgunskímunni um daginn sýndist mér ég sjá eðlu. Eitthvert skriðdýrslegt blik virtist vera í augum mér og svo virtist sem húðin hefði fengið á sig grænleitan blæ. „Hvað er atarna?“ hugsaði ég, kveikti ljósin og sá að þarna var ég hversdagurinn holdi klæddur – snurfusaði mig, klæddist og hélt út í daginn, fremur ólík eðlu sem endranær. Oft er talað um netið sem hlið mannkyns að upplýsingum. Sjálf kýs ég þó helst að nota það til að skoða myndir af köttum og lesa athugasemdir fólks sem mér þykir fífl, frekar en að setja mig inn í kjarneðlisfræði eða forngrísku, sem ég gæti þó allt eins gert. Sá galli fylgir líka netinu að ekkert hefur nýst eins vel til að dreifa misskilningi, lygum og samsæriskenningum. Á því kynntist ég dellu Davids Icke. Samkvæmt honum eru helstu valdhafar heims afkvæmi einhvers konar skriðdýra eða eðlna úr geimnum. Þær stjórna heiminum, skipa helstu valdasæti og koma afkvæmum sínum til embætta. Samkvæmt honum er til dæmis nær öruggt að Elísabet Englandsdrottning, Obama og Ólafur Ragnar séu af ætt þessara valdamiklu hamhleypa. Eðlumennin vilja alls ekki að mannkynið átti sig á ömurð sinni og hafa því blekkt það í aldir og kúgað á hina ýmsu lund. Eðlumennin eru drottnarar og skeytingarlaus fyrir þjáningum og þræla út mannkyninu til að verja eigin þægindi. Ógeðslegt kyn það. Þegar ég las netútgáfuNew York Times í gær af björgun hinnar ungu Reshmu, sem lá grafin undir rústum saumaverksmiðju í Bangladess í sautján daga, fór ég aftur að hugsa um eðlumennin. Hverjir aðrir en ómenni sætta sig við að kaupa föt frá framleiðendum sem meta mannslíf einskis, af verksmiðjum þar sem þúsundir eru reknar inn í hús sem tekið er að hrynja og yppa öxlum yfir fréttum af dauða og örkumlun? David Icke getur útfært kenningar sínar um eðlumennin, þau eru víðar en í æðstu embættum. Ég notaði netið, leitaði uppi fyrirtæki sem selja fatnað sem ekki hefur verið búinn til við ömurlegar aðstæður og ætla að reyna að bæla niður eðluna í mér.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun