Lúxemborg hlynnt opnara bankakerfi 9. apríl 2013 13:30 Luc Frieden, fjármálaráðherra Lúxemborgar, opnaði í gær á aukna upplýsingagjöf um bankainnistæður útlendinga þar í landi. Nordicphotos/AFP Stjórnvöld í Lúxemborg hafa opnað á möguleikann á því að auka gagnsæi í fjármálakerfi landsins, og styrkja samvinnu við erlend skattayfirvöld og sjálfvirka upplýsingagjöf um innistæður í bönkum. „Ólíkt því sem áður var, erum við ekki lengur alfarið mótfallin slíkum hugmyndum," sagði Luc Frieden, fjármálaráðherra Lúxemborgar, í samtali við þýskt dagblað. „Við erum hlynnt auknu samstarfi við erlend skattayfirvöld." Þetta eru talsverð viðbrigði þar sem Lúxemborg hefur hingað til staðið vörð um bankaleynd þrátt fyrir háværan orðróm um að þangað leiti auðmenn og fyrirtæki með fjármuni til að forðast að greiða af þeim skatta. Þessi sinnaskipti eru talin tengjast uppljóstrunum um eigendur fjármuna í skattaskjólum, en auk þess hefur þrýstingur frá öðrum ríkjum aukist, en þar á meðal er Þýskaland sem leggur mikið upp úr því að fá upplýsingar um innistæður þýskra skattgreiðenda. Lúxemborg er ríkasta ESB-ríkið, miðað við höfðatölu, en fjármálakerfið þar er um það bil 22 sinnum stærra en sem nemur árlegri landsframleiðslu. Þar er 141 banki með bækistöðvar, en einungis fimm þeirra eru innlendir. Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stjórnvöld í Lúxemborg hafa opnað á möguleikann á því að auka gagnsæi í fjármálakerfi landsins, og styrkja samvinnu við erlend skattayfirvöld og sjálfvirka upplýsingagjöf um innistæður í bönkum. „Ólíkt því sem áður var, erum við ekki lengur alfarið mótfallin slíkum hugmyndum," sagði Luc Frieden, fjármálaráðherra Lúxemborgar, í samtali við þýskt dagblað. „Við erum hlynnt auknu samstarfi við erlend skattayfirvöld." Þetta eru talsverð viðbrigði þar sem Lúxemborg hefur hingað til staðið vörð um bankaleynd þrátt fyrir háværan orðróm um að þangað leiti auðmenn og fyrirtæki með fjármuni til að forðast að greiða af þeim skatta. Þessi sinnaskipti eru talin tengjast uppljóstrunum um eigendur fjármuna í skattaskjólum, en auk þess hefur þrýstingur frá öðrum ríkjum aukist, en þar á meðal er Þýskaland sem leggur mikið upp úr því að fá upplýsingar um innistæður þýskra skattgreiðenda. Lúxemborg er ríkasta ESB-ríkið, miðað við höfðatölu, en fjármálakerfið þar er um það bil 22 sinnum stærra en sem nemur árlegri landsframleiðslu. Þar er 141 banki með bækistöðvar, en einungis fimm þeirra eru innlendir.
Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent