Óður til leikgleðinnar - og Rambós Valur Grettisson skrifar 5. apríl 2013 10:00 Leikhús. Blam! Höfundur: Kristján Ingimarsson, Jesper Pedersen. Leikstjórn: Kristján Ingimarsson, Simon Boberg. Borgarleikhúsið. Leikritið Blam er stórhættulegt skrifstofudrama þar sem aðalsöguhetjurnar þurfa að takast á við siðblindan yfirmann, stórhættuleg vélmenni, Rambó í skrifstofuham og háskalegt pókerspil. Um er að ræða dansleikhús úr smiðju Kristjáns Ingimarssonar, sem er kannski ekki þekktasta nafnið í leikhúsheiminum hér á landi, en hann er rokkstjarna í dönsku leikhúslífi. Og ekki að ósekju. Blam segir sögu þriggja skrifstofumanna og baráttu þeirra við þrúgandi hversdagsleikann. Þeir stunda það að „blamma“, en íslenska orðið er líklega „byssó“. Sem sagt, þegar yfirmaðurinn lítur undan breyta þeir skrifstofunni í blóðugan vígvöll þar sem hasaratriði kvikmyndasögunnar eru endurleikin með kröftugum hljóðáhrifum undir, en hljóðmyndin er afar vel heppnuð. Kristján nýtir sér skrifstofuumhverfið með einstaklega hugvitsamlegum hætti. Þannig leikur vatnstankur mikilvægt hlutverk sem framandi vera verksins og hugrenningatengslin leiða mann til kvikmynda eins og ET og fleiri mynda í þeim dúr frá tíunda áratugnum. Vatnstankaveran er einnig mikilvæg fyrir vel heppnaða uppbyggingu leikritsins – sem breytist skyndilega í gríðarlega kröftugt hefndardrama. Hugmynd leikritsins er að fanga kvikmyndaupplifunina í leikhúsi. Þetta tekst hópnum og varð kannski augljósast í mögnuðu fjárhættuspili fjórmenninganna. Þá endurskapa þeir áhrif kvikmyndanna með einföldum aðferðum eins og að snúa pókerborðinu í miðju spili, og að lokum með því að skella því á hlið. Sjónarhorn áhorfenda breytist um leið, það var eins og við sætum beint fyrir ofan spilið, og líkt og kvikmyndalinsa, námum við öll sjónarhorn atriðisins. Það má vera að sumum þyki leikritið fullyfirborðskennt. Verkið er barnslegur óður til leikgleðinnar og ákveðins tímabils í kvikmyndasögunni, þar sem söguhetjur eins og Rambó og John McClane voru allsráðandi. Þessar kvikmyndir höfðu gríðarlega djúpstæð áhrif á unga pilta sem eru á fullorðinsaldri í dag. Leikgleðin er fölskvalaus og leikritið er líklega ekki hugsað sem sérstök ádeila á áhrif hasarmynda á unga menn, heldur þvert á móti, áhrifunum er hampað. Það er kannski umdeilanlegt í sjálfu sér. Og í raun frekar kröftug afstaða fólgin í því að hampa þessum umdeilda menningararfi. En það sem Kristjáni og félögum tekst þó betur en mörgum kvikmyndum er að skapa þennan tryllta heim kvikmynda án allra kvikmyndabrellna. Það er ótrúlegt á stundum að fylgjast með færum sviðslistamönnunum sem ná að endurskapa flókin bardagaatriði kvikmyndasögunnar með húmor, styrk og hljóðáhrif að vopni. Háskinn var mun nær áhorfendum en maður upplifir í kvikmyndahúsi. Og í raun sýnir hópurinn að leikhúsið er fullkomlega fært um að keppa við flóknustu atriði kvikmyndanna, það er nefnilega allt hægt í leikhúsi eins og í kvikmyndum. Hugvit er það eina sem greinir á milli. Á sýningunni voru fjölmörg börn sem skemmtu sér líklega betur yfir leik hópsins en þeir fullorðnu. Það er því óvænt hlið á verkinu að þarna er á ferð fjölskyldusýning. Að vísu dálítið ofbeldisfull, en ekkert verri en ofurhetjumyndir nútímans, enda má finna Hulk og Úlfamanninn í ævintýralegum bardaga í leikritinu. Kristjáni og félögum tekst þarna að skapa eitthvað fjörugasta skrifstofudrama sem hefur verið fært á svið hér á landi. Niðurstaða: Frábær sýning. Einstakur óður til kvikmynda og leikgleði fullorðinna karlmanna. Gagnrýni Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leikhús. Blam! Höfundur: Kristján Ingimarsson, Jesper Pedersen. Leikstjórn: Kristján Ingimarsson, Simon Boberg. Borgarleikhúsið. Leikritið Blam er stórhættulegt skrifstofudrama þar sem aðalsöguhetjurnar þurfa að takast á við siðblindan yfirmann, stórhættuleg vélmenni, Rambó í skrifstofuham og háskalegt pókerspil. Um er að ræða dansleikhús úr smiðju Kristjáns Ingimarssonar, sem er kannski ekki þekktasta nafnið í leikhúsheiminum hér á landi, en hann er rokkstjarna í dönsku leikhúslífi. Og ekki að ósekju. Blam segir sögu þriggja skrifstofumanna og baráttu þeirra við þrúgandi hversdagsleikann. Þeir stunda það að „blamma“, en íslenska orðið er líklega „byssó“. Sem sagt, þegar yfirmaðurinn lítur undan breyta þeir skrifstofunni í blóðugan vígvöll þar sem hasaratriði kvikmyndasögunnar eru endurleikin með kröftugum hljóðáhrifum undir, en hljóðmyndin er afar vel heppnuð. Kristján nýtir sér skrifstofuumhverfið með einstaklega hugvitsamlegum hætti. Þannig leikur vatnstankur mikilvægt hlutverk sem framandi vera verksins og hugrenningatengslin leiða mann til kvikmynda eins og ET og fleiri mynda í þeim dúr frá tíunda áratugnum. Vatnstankaveran er einnig mikilvæg fyrir vel heppnaða uppbyggingu leikritsins – sem breytist skyndilega í gríðarlega kröftugt hefndardrama. Hugmynd leikritsins er að fanga kvikmyndaupplifunina í leikhúsi. Þetta tekst hópnum og varð kannski augljósast í mögnuðu fjárhættuspili fjórmenninganna. Þá endurskapa þeir áhrif kvikmyndanna með einföldum aðferðum eins og að snúa pókerborðinu í miðju spili, og að lokum með því að skella því á hlið. Sjónarhorn áhorfenda breytist um leið, það var eins og við sætum beint fyrir ofan spilið, og líkt og kvikmyndalinsa, námum við öll sjónarhorn atriðisins. Það má vera að sumum þyki leikritið fullyfirborðskennt. Verkið er barnslegur óður til leikgleðinnar og ákveðins tímabils í kvikmyndasögunni, þar sem söguhetjur eins og Rambó og John McClane voru allsráðandi. Þessar kvikmyndir höfðu gríðarlega djúpstæð áhrif á unga pilta sem eru á fullorðinsaldri í dag. Leikgleðin er fölskvalaus og leikritið er líklega ekki hugsað sem sérstök ádeila á áhrif hasarmynda á unga menn, heldur þvert á móti, áhrifunum er hampað. Það er kannski umdeilanlegt í sjálfu sér. Og í raun frekar kröftug afstaða fólgin í því að hampa þessum umdeilda menningararfi. En það sem Kristjáni og félögum tekst þó betur en mörgum kvikmyndum er að skapa þennan tryllta heim kvikmynda án allra kvikmyndabrellna. Það er ótrúlegt á stundum að fylgjast með færum sviðslistamönnunum sem ná að endurskapa flókin bardagaatriði kvikmyndasögunnar með húmor, styrk og hljóðáhrif að vopni. Háskinn var mun nær áhorfendum en maður upplifir í kvikmyndahúsi. Og í raun sýnir hópurinn að leikhúsið er fullkomlega fært um að keppa við flóknustu atriði kvikmyndanna, það er nefnilega allt hægt í leikhúsi eins og í kvikmyndum. Hugvit er það eina sem greinir á milli. Á sýningunni voru fjölmörg börn sem skemmtu sér líklega betur yfir leik hópsins en þeir fullorðnu. Það er því óvænt hlið á verkinu að þarna er á ferð fjölskyldusýning. Að vísu dálítið ofbeldisfull, en ekkert verri en ofurhetjumyndir nútímans, enda má finna Hulk og Úlfamanninn í ævintýralegum bardaga í leikritinu. Kristjáni og félögum tekst þarna að skapa eitthvað fjörugasta skrifstofudrama sem hefur verið fært á svið hér á landi. Niðurstaða: Frábær sýning. Einstakur óður til kvikmynda og leikgleði fullorðinna karlmanna.
Gagnrýni Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira