Vertu óþæg! Erla Hlynsdóttir skrifar 12. mars 2013 06:00 Ég gleðst vissulega yfir því þegar dóttir mín hlýðir mér og gerir það sem henni er sagt. Það getur verið pirrandi þegar hún neitar að hlýða, því ég veit að hún gerir það. Samt gleðst ég líka þegar hún lætur skipanir sem vind um eyru þjóta og gerir eitthvað allt allt annað. Þá veit ég nefnilega að hún er að sýna sjálfstæði sitt og brjótast út úr kassanum. Ein uppáhaldstilvitnunin mín er í sagnfræðinginn Laurel Thatcher Ulrich: „Konur sem haga sér vel komast sjaldnast á spjöld sögunnar.“ Þær eru orðnar þó nokkrar sem neituðu að fara að settum reglum og breyttu samfélaginu. Rosa Parks er ein þeirra. Hún settist í rangt sæti í strætó. Það var með vilja gert þegar hún, svört konan, settist í sæti sem var sérstaklega ætlað hvítum og hún neitaði að standa upp þegar hvítur maður skipaði henni það. Amelia Earhart var tíu ára þegar hún sá flugvél í fyrsta skipti og var lítt hrifin. Það var lítið um konur í flugnámi þegar hún hóf sitt nám, árið 1921. Hún var fyrsta konan til að fljúga yfir Atlantshafið og er í dag táknmynd fyrir baráttu kvenna í flugi, sem lengi var litið á sem karlagrein. Það var bara í fyrra sem nokkrar íslenskar flugkonur stóðu fyrir hópflugi til að minnast fæðingardags Ameliu. Meðlimir hljómsveitarinnar Pussy riot neituðu aldeilis að hlýða og sitja í fangelsi fyrir það. Eins og frægt er fóru þær með pönkbæn í kirkju í Moskvu og báðu Maríu mey um að losa sig við Pútín. Ungar konur á þrítugsaldri, tvær þeirra mæður, ákváðu að ögra yfirvaldinu með svo afgerandi hætti. Heimsbyggðin logaði vegna bágrar stöðu mannréttinda í Rússlandi. Þegar strákar fara ekki að reglum hristir fólk gjarnan höfuðið, brosir innra með sér og segir: „Strákar eru og verða strákar.“ Þegar stelpur neita að hlýða eru þær bara óþekkar. Auðvitað eru þær það stundum, alveg eins og strákar. En stundum eru þær einmitt að neita því að láta umhverfið móta sig. Þær velja að móta umhverfið. Þær velja að óhlýðnast þegar mamma þeirra segir að þær megi ekki fá kex; þær stafla upp stólum til að klifra upp á borð til að opna efsta eldhússkápinn og sækja kexið sjálfar. Þegar þær lyfta hendinni í mótmælaskyni, eins og Dóra landkönnuður gerir, og segja: „Nei, mamma.“ Þá verð ég glöð og hugsa með mér að þessi stelpa geri allt sem hana langar þegar hún verður stór. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Hlynsdóttir Andóf Pussy Riot Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Ég gleðst vissulega yfir því þegar dóttir mín hlýðir mér og gerir það sem henni er sagt. Það getur verið pirrandi þegar hún neitar að hlýða, því ég veit að hún gerir það. Samt gleðst ég líka þegar hún lætur skipanir sem vind um eyru þjóta og gerir eitthvað allt allt annað. Þá veit ég nefnilega að hún er að sýna sjálfstæði sitt og brjótast út úr kassanum. Ein uppáhaldstilvitnunin mín er í sagnfræðinginn Laurel Thatcher Ulrich: „Konur sem haga sér vel komast sjaldnast á spjöld sögunnar.“ Þær eru orðnar þó nokkrar sem neituðu að fara að settum reglum og breyttu samfélaginu. Rosa Parks er ein þeirra. Hún settist í rangt sæti í strætó. Það var með vilja gert þegar hún, svört konan, settist í sæti sem var sérstaklega ætlað hvítum og hún neitaði að standa upp þegar hvítur maður skipaði henni það. Amelia Earhart var tíu ára þegar hún sá flugvél í fyrsta skipti og var lítt hrifin. Það var lítið um konur í flugnámi þegar hún hóf sitt nám, árið 1921. Hún var fyrsta konan til að fljúga yfir Atlantshafið og er í dag táknmynd fyrir baráttu kvenna í flugi, sem lengi var litið á sem karlagrein. Það var bara í fyrra sem nokkrar íslenskar flugkonur stóðu fyrir hópflugi til að minnast fæðingardags Ameliu. Meðlimir hljómsveitarinnar Pussy riot neituðu aldeilis að hlýða og sitja í fangelsi fyrir það. Eins og frægt er fóru þær með pönkbæn í kirkju í Moskvu og báðu Maríu mey um að losa sig við Pútín. Ungar konur á þrítugsaldri, tvær þeirra mæður, ákváðu að ögra yfirvaldinu með svo afgerandi hætti. Heimsbyggðin logaði vegna bágrar stöðu mannréttinda í Rússlandi. Þegar strákar fara ekki að reglum hristir fólk gjarnan höfuðið, brosir innra með sér og segir: „Strákar eru og verða strákar.“ Þegar stelpur neita að hlýða eru þær bara óþekkar. Auðvitað eru þær það stundum, alveg eins og strákar. En stundum eru þær einmitt að neita því að láta umhverfið móta sig. Þær velja að móta umhverfið. Þær velja að óhlýðnast þegar mamma þeirra segir að þær megi ekki fá kex; þær stafla upp stólum til að klifra upp á borð til að opna efsta eldhússkápinn og sækja kexið sjálfar. Þegar þær lyfta hendinni í mótmælaskyni, eins og Dóra landkönnuður gerir, og segja: „Nei, mamma.“ Þá verð ég glöð og hugsa með mér að þessi stelpa geri allt sem hana langar þegar hún verður stór.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun