Byrjuðu á því að fara á skíði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. janúar 2013 07:30 Skúli og félagar fengu að reyna ýmislegt. svig, gönguskíði og svo skíðaskotfimi.mynd/aðsend Sænska félagið Elfsborg fór óhefðbundnar leiðir í undirbúningi sínum fyrir komandi tímabil. Byrjað var á að fara í fjögurra daga skíðaferð með liðið. Hinn 24 ára gamli KR-ingur Skúli Jón Friðgeirsson er á mála hjá sænska félaginu Elfsborg sem er núverandi sænskur meistari. Liðið ætlar sér stóra hluti á komandi tímabili, bæði heima fyrir og í Meistaradeildinni. Tímabilið hefst eftir rúma tvo mánuði og þjálfarinn, Jörgen Lennartsson, fór mjög óhefðbundna leið er hann byrjaði undirbúningstímabilið með liðinu. Hann fór með það allt saman á skíði. „Við fórum í tíu tíma ferðalag norður á skíðasvæði. Þar vorum við á skíðum í fjóra daga," segir Skúli Jón og hlær við er hann rifjar upp þessa sérstöku byrjun á undirbúningstímabilinu. „Það var lítill frjáls tími enda vorum við í ýmsum leikjum. Keppni á gönguskíðum, ratleikur uppi í fjalli. Það var líka keppt í svigi. Ég vann ekki en var þokkalega öflugur. Ég var hvorki fyrstur né síðastur. Þetta var öðruvísi, ég verð að viðurkenna það." Skúli Jón segir að það sé ekki hefð fyrir því að byrja undirbúningstímabil hjá félaginu á þennan hátt. „Ég veit ekki hvað þetta var. Þjálfaranum finnst gaman á skíðum og kannski var þetta afsökun fyrir hann að komast á skíði," segir Skúli léttur. „Þessi ferð var náttúrulega hópefli fyrir liðið. Hrista hópinn saman. Við bjuggum saman í einhverjum kofum og svo var stanslaust verið að skipta upp í lið í alls konar keppnum. Að því leytinu til var þetta góð byrjun á undirbúningstímabilinu. Margir leikmenn ráku samt upp stór augu er þeir sáu þetta á dagskránni. Ruku í þjálfarann og sögðust vera slæmir í hnjánum og svona. Hann sagði þeim bara að hætta þessu væli," segir Skúli hlæjandi og bætir við að allir leikmenn hafi sloppið heilir heim úr ferðinni. „Við slepptum líka skíðastökki. Það hefur klárlega hjálpað. Við áttum svo frítíma á kvöldin og menn gátu lyft sér aðeins upp ef þeir vildu gera það á kvöldin. Þetta var hópefli og allir voru hæstánægðir með þessa ferð." Elfsborg ætlar sér stóra hluti á komandi tímabili en liðið tekur meðal annars þátt í Meistaradeildinni í ár. „Það er aðeins pressa á liðinu. Stefnan er að sjálfsögðu að verja titilinn og svo er mikill metnaður fyrir Meistaradeildinni. Það er stefna félagsins að komast inn í riðlakeppnina. Það er langt síðan sænskt félag hefur komist þangað inn. Félagið er með þessi tvö markmið fyrir tímabilið," segir Skúli en litlar breytingar eru á liðinu milli ára. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Sænska félagið Elfsborg fór óhefðbundnar leiðir í undirbúningi sínum fyrir komandi tímabil. Byrjað var á að fara í fjögurra daga skíðaferð með liðið. Hinn 24 ára gamli KR-ingur Skúli Jón Friðgeirsson er á mála hjá sænska félaginu Elfsborg sem er núverandi sænskur meistari. Liðið ætlar sér stóra hluti á komandi tímabili, bæði heima fyrir og í Meistaradeildinni. Tímabilið hefst eftir rúma tvo mánuði og þjálfarinn, Jörgen Lennartsson, fór mjög óhefðbundna leið er hann byrjaði undirbúningstímabilið með liðinu. Hann fór með það allt saman á skíði. „Við fórum í tíu tíma ferðalag norður á skíðasvæði. Þar vorum við á skíðum í fjóra daga," segir Skúli Jón og hlær við er hann rifjar upp þessa sérstöku byrjun á undirbúningstímabilinu. „Það var lítill frjáls tími enda vorum við í ýmsum leikjum. Keppni á gönguskíðum, ratleikur uppi í fjalli. Það var líka keppt í svigi. Ég vann ekki en var þokkalega öflugur. Ég var hvorki fyrstur né síðastur. Þetta var öðruvísi, ég verð að viðurkenna það." Skúli Jón segir að það sé ekki hefð fyrir því að byrja undirbúningstímabil hjá félaginu á þennan hátt. „Ég veit ekki hvað þetta var. Þjálfaranum finnst gaman á skíðum og kannski var þetta afsökun fyrir hann að komast á skíði," segir Skúli léttur. „Þessi ferð var náttúrulega hópefli fyrir liðið. Hrista hópinn saman. Við bjuggum saman í einhverjum kofum og svo var stanslaust verið að skipta upp í lið í alls konar keppnum. Að því leytinu til var þetta góð byrjun á undirbúningstímabilinu. Margir leikmenn ráku samt upp stór augu er þeir sáu þetta á dagskránni. Ruku í þjálfarann og sögðust vera slæmir í hnjánum og svona. Hann sagði þeim bara að hætta þessu væli," segir Skúli hlæjandi og bætir við að allir leikmenn hafi sloppið heilir heim úr ferðinni. „Við slepptum líka skíðastökki. Það hefur klárlega hjálpað. Við áttum svo frítíma á kvöldin og menn gátu lyft sér aðeins upp ef þeir vildu gera það á kvöldin. Þetta var hópefli og allir voru hæstánægðir með þessa ferð." Elfsborg ætlar sér stóra hluti á komandi tímabili en liðið tekur meðal annars þátt í Meistaradeildinni í ár. „Það er aðeins pressa á liðinu. Stefnan er að sjálfsögðu að verja titilinn og svo er mikill metnaður fyrir Meistaradeildinni. Það er stefna félagsins að komast inn í riðlakeppnina. Það er langt síðan sænskt félag hefur komist þangað inn. Félagið er með þessi tvö markmið fyrir tímabilið," segir Skúli en litlar breytingar eru á liðinu milli ára.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð