Runk, runk uppi á fjöllum 12. janúar 2013 06:00 Stöku sinnum rekst ég á eldra fólk sem sýnir mér fram á það hversu mikill væskill ég get stundum verið. Einn þeirra varð á vegi mínum milli jóla og nýárs í spænska fjallaþorpinu Castríl. Þegar ég er að rölta upp þrönga götu ásamt konu minni kem ég auga á tvær eldri konur sem sitja með eldri manni og baða sig í síðdegissólinni. Einhver bolmóður var þó í annarri konunni svo ég ákvað að hressa upp á hana og býð gott kvöld en bæti svo við hversu dásamlegt það sé að rölta um þennan undurfagra bæ. Það var hins vegar karlinn sem tók við sér, spratt fram eins og unglamb og spurði: „Fyrst við erum að tala um fegurðina langar mig að spyrja þig hvort ég megi slá konu þinni gullhamra?" Ég bað hann í öllum bænum að slá ekki fast en láta þó vaða. Þá fór hann með ástarljóð svo langt að það slagaði í Ferðalok Jónasar Hallgrímssonar. Hann hafði ekki fyrr lokið sér af með ljóðin en hann fer að syngja flamengósöngva af mikilli innlifun. Síðan var spjallað meir um fegurðina og hent gaman að hinu og þessu. Hann var eins og ungur sveitapiltur í gamla daga, hló og sló á lær sér. En svo var komið að næsta tónlistaratriði. Hann fór inn til sín og náði í zambomba, sem er hið fyndnasta hljóðfæri. Það líkist helst blómavasa sem búið er að strekkja klút yfir að ofanverðu en þar stendur svo prik upp úr. Síðan hrækir zambomba-leikarinn í lófa sér, tekur utan um prikið og svo er engu líkara en einhvers konar runk eigi sér stað. Undarlegt hljóð heyrist þegar lófinn fer upp og niður um prikið. Karlinn káti var þó ekki í vanda að syngja með þessum undrahljóðum. Eftir zambomba-runk, brandara, hlátrasköll og fíflalæti spyr ég karlinn hvort ég megi ekki koma næsta vor með upptökutæki til að taka söng hans upp. Hann tekur af sér hattinn en þá bar að líta sárabandshlussu á höfði hans. „Það vill nú þannig til að það er farin af stað leiðinda blöðrumyndun í kollinum, ég fer í aðgerð á morgun. Það er best að sjá hvernig ég kem úr henni áður en ég lofa nokkru um söng á vori komanda." Það var nefnilega það, hugsaði ég með mér. Ég sem er herra fúll á móti þegar ég á tannlæknistíma í vændum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Jón Sigurður Eyjólfsson Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Stöku sinnum rekst ég á eldra fólk sem sýnir mér fram á það hversu mikill væskill ég get stundum verið. Einn þeirra varð á vegi mínum milli jóla og nýárs í spænska fjallaþorpinu Castríl. Þegar ég er að rölta upp þrönga götu ásamt konu minni kem ég auga á tvær eldri konur sem sitja með eldri manni og baða sig í síðdegissólinni. Einhver bolmóður var þó í annarri konunni svo ég ákvað að hressa upp á hana og býð gott kvöld en bæti svo við hversu dásamlegt það sé að rölta um þennan undurfagra bæ. Það var hins vegar karlinn sem tók við sér, spratt fram eins og unglamb og spurði: „Fyrst við erum að tala um fegurðina langar mig að spyrja þig hvort ég megi slá konu þinni gullhamra?" Ég bað hann í öllum bænum að slá ekki fast en láta þó vaða. Þá fór hann með ástarljóð svo langt að það slagaði í Ferðalok Jónasar Hallgrímssonar. Hann hafði ekki fyrr lokið sér af með ljóðin en hann fer að syngja flamengósöngva af mikilli innlifun. Síðan var spjallað meir um fegurðina og hent gaman að hinu og þessu. Hann var eins og ungur sveitapiltur í gamla daga, hló og sló á lær sér. En svo var komið að næsta tónlistaratriði. Hann fór inn til sín og náði í zambomba, sem er hið fyndnasta hljóðfæri. Það líkist helst blómavasa sem búið er að strekkja klút yfir að ofanverðu en þar stendur svo prik upp úr. Síðan hrækir zambomba-leikarinn í lófa sér, tekur utan um prikið og svo er engu líkara en einhvers konar runk eigi sér stað. Undarlegt hljóð heyrist þegar lófinn fer upp og niður um prikið. Karlinn káti var þó ekki í vanda að syngja með þessum undrahljóðum. Eftir zambomba-runk, brandara, hlátrasköll og fíflalæti spyr ég karlinn hvort ég megi ekki koma næsta vor með upptökutæki til að taka söng hans upp. Hann tekur af sér hattinn en þá bar að líta sárabandshlussu á höfði hans. „Það vill nú þannig til að það er farin af stað leiðinda blöðrumyndun í kollinum, ég fer í aðgerð á morgun. Það er best að sjá hvernig ég kem úr henni áður en ég lofa nokkru um söng á vori komanda." Það var nefnilega það, hugsaði ég með mér. Ég sem er herra fúll á móti þegar ég á tannlæknistíma í vændum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun