Audi ákveður framleiðslu Q1 Finnur Thorlacius skrifar 20. desember 2013 12:15 Svona gæti Audi Q1 jepplingurinn litið út. Smærri jepplingar er sá hluti bílamarkaðarins sem vex hvað hraðast og bílaframleiðendur keppast allir við að ná sem stærstri sneið hans. Audi ætlar ekki að láta sitt eftir liggja og hefur nú ákveðið að bæta Q1 jepplingi við Q3 bílinn, en Q5 telst af stærri gerð jepplinga. Þessi nýi bíll verður þeirra minnstur, eins og nafnið gefur til kynna. Hann verður framleiddur í stærstu verksmiðju Audi í höfuðstöðvunum í Ingolstadt. Þar eru einmitt framleiddir aðrir minni bílar Audi, svo sem A3 , A4 og A5. Með tilkomu þessa bíls er Q-fjölskylda Audi orðin stór og myndarleg, með Q3, RS Q3, Q5, SQ5 og Q7 bílana og víst er að enn muni aukast við á næstu árum. Q-bílar Audi telja 28% af öllum seldum bílum fyrirtækisins og er búist við því að sú tala fari í 35% árið 2020. Langsöluhæstur þeirra nú er Q5 bíllinn og telur hann helminginn af sölu þeirra. Audi mun framleiða 230.000 Q5 í ár. Audi hefur framleitt ríflega 1,5 milljón Q-bíla síðan framleiðsla þeirra hófst árið 2006. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent
Smærri jepplingar er sá hluti bílamarkaðarins sem vex hvað hraðast og bílaframleiðendur keppast allir við að ná sem stærstri sneið hans. Audi ætlar ekki að láta sitt eftir liggja og hefur nú ákveðið að bæta Q1 jepplingi við Q3 bílinn, en Q5 telst af stærri gerð jepplinga. Þessi nýi bíll verður þeirra minnstur, eins og nafnið gefur til kynna. Hann verður framleiddur í stærstu verksmiðju Audi í höfuðstöðvunum í Ingolstadt. Þar eru einmitt framleiddir aðrir minni bílar Audi, svo sem A3 , A4 og A5. Með tilkomu þessa bíls er Q-fjölskylda Audi orðin stór og myndarleg, með Q3, RS Q3, Q5, SQ5 og Q7 bílana og víst er að enn muni aukast við á næstu árum. Q-bílar Audi telja 28% af öllum seldum bílum fyrirtækisins og er búist við því að sú tala fari í 35% árið 2020. Langsöluhæstur þeirra nú er Q5 bíllinn og telur hann helminginn af sölu þeirra. Audi mun framleiða 230.000 Q5 í ár. Audi hefur framleitt ríflega 1,5 milljón Q-bíla síðan framleiðsla þeirra hófst árið 2006.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent