Citroën fjölgar lúxusbílunum Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2013 10:43 Citroën hefur verið þekktara fyrir framleiðslu minni og ódýrari bíla. Frá því að fyrirtækið kynnti DS-línu sína árið 2010 með komu DS3 bílsins kveður talsvert við annan tón hjá Citroën og stefnan hefur greinilega verið tekin í átt að lúxusbílum. Citroën er nú að smíða millistærðar lúxusbíl sem fær nafnið DS 5LS. Hann verður í fyrstu markaðssettur í Kína, en þar er mikil eftirspurn eftir slíkum bílum. Ekki er ljóst hvenær sala hans hefst í Evrópu. Þessi nýi bíll er á stærð við Mercedes Benz C-Class, en þó er lengra milli öxla á DS 5LS. Bíllinn er hlaðinn lúxus, harðviðið og leðri, framsætin er með nuddi og aftursætin stillanleg. Vélarnar sem í boði verða í DS 5LS eru 1,6 og 2,0 lítra forþjöppuvélar og þær tengjast 6 gíra sjálfskiptingu. Citroën hyggst einnig bjóða nýjan jeppling í Kína á næsta ári og greinilegt er að Citroën horfir mjög til stærsta bílamarkaðar heims í Kína þessa dagana, en á meðan er sala Citroën bíla dræm í Evrópu.Snotur að innan. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent
Citroën hefur verið þekktara fyrir framleiðslu minni og ódýrari bíla. Frá því að fyrirtækið kynnti DS-línu sína árið 2010 með komu DS3 bílsins kveður talsvert við annan tón hjá Citroën og stefnan hefur greinilega verið tekin í átt að lúxusbílum. Citroën er nú að smíða millistærðar lúxusbíl sem fær nafnið DS 5LS. Hann verður í fyrstu markaðssettur í Kína, en þar er mikil eftirspurn eftir slíkum bílum. Ekki er ljóst hvenær sala hans hefst í Evrópu. Þessi nýi bíll er á stærð við Mercedes Benz C-Class, en þó er lengra milli öxla á DS 5LS. Bíllinn er hlaðinn lúxus, harðviðið og leðri, framsætin er með nuddi og aftursætin stillanleg. Vélarnar sem í boði verða í DS 5LS eru 1,6 og 2,0 lítra forþjöppuvélar og þær tengjast 6 gíra sjálfskiptingu. Citroën hyggst einnig bjóða nýjan jeppling í Kína á næsta ári og greinilegt er að Citroën horfir mjög til stærsta bílamarkaðar heims í Kína þessa dagana, en á meðan er sala Citroën bíla dræm í Evrópu.Snotur að innan.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent