Mazda2 með rafmótor og Rotary vél Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2013 14:15 Mazda2 með rafmótor og Rotary vél. Er Rotary vélin ekki dauð eftir allt? Svo virðist reyndar vera því Mazda, sem hélt henni lengst allra bílaframleiðenda í framleiðslu, hefur sett slíka vél í Mazda2 bílinn auk rafmótora. Þessi Rotary vél er sannarlega ekki stór, eða með 0,33 lítra sprengirými og hún kemur til kastanna þegar rafhlöður bílsins tæmast. Þá fer Rotary vélin í gang og hleður rafgeyma bílsins og með því kemst hann 400 kílómetra. Bensíntankurinn fyrir Rotary vélina er ekki nema 10 lítrar, en hann lengir drægni bílsins samt um helming. Rafmótoraranir skila 100 hestöflum, svo þessi smái bíll er nokkuð röskur. Það telst mikill kostur við notkun Rotary vélar til stuðnings rafmótorum að hún er mjög létt og henta þær því líklega best við einmitt svona samsetningu vélbúnaðar. Hvort af fjöldaframleiðslu verður á Mazda2 með þessum búnaði er óvíst, en aðeins er um tilraunir á þessari samsetningu að ræða nú í fyrstu. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent
Er Rotary vélin ekki dauð eftir allt? Svo virðist reyndar vera því Mazda, sem hélt henni lengst allra bílaframleiðenda í framleiðslu, hefur sett slíka vél í Mazda2 bílinn auk rafmótora. Þessi Rotary vél er sannarlega ekki stór, eða með 0,33 lítra sprengirými og hún kemur til kastanna þegar rafhlöður bílsins tæmast. Þá fer Rotary vélin í gang og hleður rafgeyma bílsins og með því kemst hann 400 kílómetra. Bensíntankurinn fyrir Rotary vélina er ekki nema 10 lítrar, en hann lengir drægni bílsins samt um helming. Rafmótoraranir skila 100 hestöflum, svo þessi smái bíll er nokkuð röskur. Það telst mikill kostur við notkun Rotary vélar til stuðnings rafmótorum að hún er mjög létt og henta þær því líklega best við einmitt svona samsetningu vélbúnaðar. Hvort af fjöldaframleiðslu verður á Mazda2 með þessum búnaði er óvíst, en aðeins er um tilraunir á þessari samsetningu að ræða nú í fyrstu.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent