15 látnir eftir sjálfsmorðsárás í Rússlandi Jón Júlíus Karlsson skrifar 29. desember 2013 20:00 15 eru látnir og tugir slösuðust eftir sjálfsmorðsárás á lestarstöð í Volgograd í Rússlandi í dag. Þetta er önnur sprengjuárásin í Rússlandi á þremur dögum. Rússar eru áhyggjufullir enda hefjast vetrarólympíuleikarnir í landinu eftir rúman mánuð. Kona sprengdi sjálfa sig í loft upp við málmleitarhlið í anddyri aðalinngangs lestarstöðvarinnar skömmu fyrir klukkan eitt að staðartíma í dag. Sprengingin var öflug og greip mikil skelfing um sig meðal þeirra sem voru í lestarstöðinni. 15 létu lífið og allt að 50 slösuðust, þar af nokkrir alvarlega. Á myndskeiði sem tekið var upp skömmu eftir sprenginguna mátti sjá sjúkraflutningamenn bera særða út úr lestarstöðinni og lík lágu við inngang stöðvarinnar. Engin hefur lýst yfir ábyrgð á sprengingunni en grunur leikur á að hún tengist vetrarólympíuleikunum sem hefjast í borginni Sochi í Rússlandi eftir rúman mánuð. Þetta er önnur sjálfsmorðsárásin í Volgograd á skömmum tíma. Í október létustu sjö þegar sprengja sprakk í strætisvagni í borginni. Þrír létu lífið fyrir þremur dögum eftir að sprengja sprakk í bíl í borginni Pyatigorsk í suðurhluta Rússlands. Grunur leikur á að íslamskir uppreisnarsinnar beri ábyrgð á sjálfsmorðsárásinni í dag. Leiðtogi þeirra, Doku Umarov, sagði í myndbandi sem birt var í sumar að öllum aðferðum yrði beitt til að koma í veg fyrir að Vladimir Pútin, forseti Rússland, tækist að setja vetrarólympíuleikanna. Árásin í dag er sú mannskæðasta á rússneskri grundu frá því í janúar árið 2011 þegar 37 létu lífið eftir sprengjuárás á flugvelli í Moskvu. Pútin hefur fyrirskipað aukna öryggisgæslu eftir árásina í dag. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
15 eru látnir og tugir slösuðust eftir sjálfsmorðsárás á lestarstöð í Volgograd í Rússlandi í dag. Þetta er önnur sprengjuárásin í Rússlandi á þremur dögum. Rússar eru áhyggjufullir enda hefjast vetrarólympíuleikarnir í landinu eftir rúman mánuð. Kona sprengdi sjálfa sig í loft upp við málmleitarhlið í anddyri aðalinngangs lestarstöðvarinnar skömmu fyrir klukkan eitt að staðartíma í dag. Sprengingin var öflug og greip mikil skelfing um sig meðal þeirra sem voru í lestarstöðinni. 15 létu lífið og allt að 50 slösuðust, þar af nokkrir alvarlega. Á myndskeiði sem tekið var upp skömmu eftir sprenginguna mátti sjá sjúkraflutningamenn bera særða út úr lestarstöðinni og lík lágu við inngang stöðvarinnar. Engin hefur lýst yfir ábyrgð á sprengingunni en grunur leikur á að hún tengist vetrarólympíuleikunum sem hefjast í borginni Sochi í Rússlandi eftir rúman mánuð. Þetta er önnur sjálfsmorðsárásin í Volgograd á skömmum tíma. Í október létustu sjö þegar sprengja sprakk í strætisvagni í borginni. Þrír létu lífið fyrir þremur dögum eftir að sprengja sprakk í bíl í borginni Pyatigorsk í suðurhluta Rússlands. Grunur leikur á að íslamskir uppreisnarsinnar beri ábyrgð á sjálfsmorðsárásinni í dag. Leiðtogi þeirra, Doku Umarov, sagði í myndbandi sem birt var í sumar að öllum aðferðum yrði beitt til að koma í veg fyrir að Vladimir Pútin, forseti Rússland, tækist að setja vetrarólympíuleikanna. Árásin í dag er sú mannskæðasta á rússneskri grundu frá því í janúar árið 2011 þegar 37 létu lífið eftir sprengjuárás á flugvelli í Moskvu. Pútin hefur fyrirskipað aukna öryggisgæslu eftir árásina í dag.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira