Góður kippur í veiðileyfasölunni Karl Lúðvíksson skrifar 11. desember 2013 09:52 Þessa dagana sitja margir veiðifélagarnir yfir plönum vegna sumarveiðinnar 2014 en það þarf oft að skipuleggja veiðitúrana með góðum fyrirvara svo það sé hægt að taka sumarfrí og gera aðrar ráðstafanir á réttum tíma. Veiðileyfasalar bera sig nokkuð vel þessa dagana enda mun auðveldara að selja veiðileyfi í kjölfar sumars eins og sumarsins sem leið þegar veiðin var frábær þrátt fyrir erfiðar aðstæður síðsumars í mörgum ánum vegna veðurs og vatnsmagns. Algengt er að þeir hópar sem hafi veitt lengi á sömu ársvæðnum haldi föstu dögunum en svo eru menn bæði farnir að skoða ný svæði og fara jafnvel meira í vatnaveiðina. Erlendu veiðimennirnir eru farnir að bóka aftur og það virðist sem nýr hópur viðskiptavina sé farinn að sækja landið heim en það eru þeir sem vilja vera á eigin vegum án þjónustu og leiðsögumanna. Þessi hópur hefur yfirleitt verið frekar fámennur en stækkar nú ört. Einnig eru margir farnir að koma á vegum minni aðila sem þjónusta litla hópa og þá oft sérstaklega í hálendisveiðina. Það stefnir vonandi í gott sumar 2014 en öll teikn eru á lofti um að sumarið ætti að verða gott sé miðað við seiðavísitölu í flestum ánum en svo er aldrei að vita hvernig aðstæður eru í hafi. Það er þess vegna engin leið til að spá fyrir því með vissu hvernig sumarið verður eða verður ekki, eitt er alla vega víst, veiðimenn mæta á bakkana og láta slag standa með vonina að vopni. Stangveiði Mest lesið 11 og 12 punda laxar í opnun Hvannadalsár Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði Flottur lax úr Svartá Veiði 26 á land á fyrsta degi í Leirá Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hraunsfirði Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði Lagt til að alfriða stórlax í veiðiánum sumarið 2011 Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar 26. júní Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði
Þessa dagana sitja margir veiðifélagarnir yfir plönum vegna sumarveiðinnar 2014 en það þarf oft að skipuleggja veiðitúrana með góðum fyrirvara svo það sé hægt að taka sumarfrí og gera aðrar ráðstafanir á réttum tíma. Veiðileyfasalar bera sig nokkuð vel þessa dagana enda mun auðveldara að selja veiðileyfi í kjölfar sumars eins og sumarsins sem leið þegar veiðin var frábær þrátt fyrir erfiðar aðstæður síðsumars í mörgum ánum vegna veðurs og vatnsmagns. Algengt er að þeir hópar sem hafi veitt lengi á sömu ársvæðnum haldi föstu dögunum en svo eru menn bæði farnir að skoða ný svæði og fara jafnvel meira í vatnaveiðina. Erlendu veiðimennirnir eru farnir að bóka aftur og það virðist sem nýr hópur viðskiptavina sé farinn að sækja landið heim en það eru þeir sem vilja vera á eigin vegum án þjónustu og leiðsögumanna. Þessi hópur hefur yfirleitt verið frekar fámennur en stækkar nú ört. Einnig eru margir farnir að koma á vegum minni aðila sem þjónusta litla hópa og þá oft sérstaklega í hálendisveiðina. Það stefnir vonandi í gott sumar 2014 en öll teikn eru á lofti um að sumarið ætti að verða gott sé miðað við seiðavísitölu í flestum ánum en svo er aldrei að vita hvernig aðstæður eru í hafi. Það er þess vegna engin leið til að spá fyrir því með vissu hvernig sumarið verður eða verður ekki, eitt er alla vega víst, veiðimenn mæta á bakkana og láta slag standa með vonina að vopni.
Stangveiði Mest lesið 11 og 12 punda laxar í opnun Hvannadalsár Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði Flottur lax úr Svartá Veiði 26 á land á fyrsta degi í Leirá Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hraunsfirði Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði Lagt til að alfriða stórlax í veiðiánum sumarið 2011 Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar 26. júní Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði