Fjórir strokkar í Porsche Macan og Boxster Finnur Thorlacius skrifar 11. desember 2013 10:30 Porsche Macan. Bílaframleiðandinn Porsche hefur ekki framleitt 4 strokka vélar frá því árið 1995, þegar hætt var að framleiða Porsche 968. Nú er Porsche hinsvegar með áform um að framleiða fjögurra strokka vélar bæði í jepplinginn nýja, Macan, en einnig í Boxtser sportbílinn. Porsche Macan var kynntur rétt um daginn í Los Angeles og þá eingöngu með 6 strokka vélum, 340 og 400 hestafla bensínvélum og 258 hestafla dísilvél. Það var reyndar alveg ljóst að Porsche myndi bjóða Macan seinna meir með aflminni og eyðslugrennri vélum, en þær verða semsagt fjögurra strokka. Fjögurra strokka vélar Porsche verða líklega 2,0 lítra, bæði bensínvél og dísilvél. Bensínvélin verður þrátt fyrir lítið sprengirými ári öflug, eða 280 hestöfl. Bensínvélin er ættuð frá Volkswagen, móðurfyrirtæki Porsche og því verður hún ekki Boxer vél. Porsche framleiðir hinsvegar dísilvélina og því má búast við að hún verði með Boxer lagi. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent
Bílaframleiðandinn Porsche hefur ekki framleitt 4 strokka vélar frá því árið 1995, þegar hætt var að framleiða Porsche 968. Nú er Porsche hinsvegar með áform um að framleiða fjögurra strokka vélar bæði í jepplinginn nýja, Macan, en einnig í Boxtser sportbílinn. Porsche Macan var kynntur rétt um daginn í Los Angeles og þá eingöngu með 6 strokka vélum, 340 og 400 hestafla bensínvélum og 258 hestafla dísilvél. Það var reyndar alveg ljóst að Porsche myndi bjóða Macan seinna meir með aflminni og eyðslugrennri vélum, en þær verða semsagt fjögurra strokka. Fjögurra strokka vélar Porsche verða líklega 2,0 lítra, bæði bensínvél og dísilvél. Bensínvélin verður þrátt fyrir lítið sprengirými ári öflug, eða 280 hestöfl. Bensínvélin er ættuð frá Volkswagen, móðurfyrirtæki Porsche og því verður hún ekki Boxer vél. Porsche framleiðir hinsvegar dísilvélina og því má búast við að hún verði með Boxer lagi.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent