Wagon Attack III á Íslandi Finnur Thorlacius skrifar 12. desember 2013 10:15 Þau fer ekki framhjá landanum að það er mikið í tísku hjá erlendu fólki að heimsækja Ísland og á það ekki síst við ef taka á upp myndbönd. Í þessu ferðalagi sem hér sést taka leiðangursmenn með sér eldgamlan Honda Civic Wagon bíl frá Bandaríkjunum sem þeir hafa einungis eitt markmið með, það er að eyðileggja hann á erfiðum vegum og torfærum Íslands. Heilmiklar tilraunir eru gerðar til að eyðileggja bílinn, en það tekst þó ekki, enda Honda-bílar sterkbyggðir með afbrigðum. Endalok bílsins eru því nokkuð sorgleg, en hann endar lífdaga sína í endurvinnslu fyrir bíla hér á landi. Myndband þetta er það þriðja í röðinni sem framleiðendurnir hafa birt og er það nú áberandi á hinum þekkta bílavef autoblog.com. Í öllum mynböndunum hefur verið þjösnast á þessum bíl, en nú er hætt við því að þau verði ekki fleiri. Myndbandið hefst með miklum spekúlasjónum um borð í listibáti um hvar sé best að bera niður við tilraunina við að eyðileggja bílinn og að sjálfsögðu finnst þeim heppileqast að bera niður á Íslandi. Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent
Þau fer ekki framhjá landanum að það er mikið í tísku hjá erlendu fólki að heimsækja Ísland og á það ekki síst við ef taka á upp myndbönd. Í þessu ferðalagi sem hér sést taka leiðangursmenn með sér eldgamlan Honda Civic Wagon bíl frá Bandaríkjunum sem þeir hafa einungis eitt markmið með, það er að eyðileggja hann á erfiðum vegum og torfærum Íslands. Heilmiklar tilraunir eru gerðar til að eyðileggja bílinn, en það tekst þó ekki, enda Honda-bílar sterkbyggðir með afbrigðum. Endalok bílsins eru því nokkuð sorgleg, en hann endar lífdaga sína í endurvinnslu fyrir bíla hér á landi. Myndband þetta er það þriðja í röðinni sem framleiðendurnir hafa birt og er það nú áberandi á hinum þekkta bílavef autoblog.com. Í öllum mynböndunum hefur verið þjösnast á þessum bíl, en nú er hætt við því að þau verði ekki fleiri. Myndbandið hefst með miklum spekúlasjónum um borð í listibáti um hvar sé best að bera niður við tilraunina við að eyðileggja bílinn og að sjálfsögðu finnst þeim heppileqast að bera niður á Íslandi.
Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent