Range Rover Sport 4x4 bíll ársins Finnur Thorlacius skrifar 12. desember 2013 14:45 Range Rover Sport Nýjasti bíll Land Rover, Range Rover Sport hefur verið valinn besti fjórhjóladrifni bíll heims af bílatímaritinu Four Wheeler. Á lokametrum valsins atti hann kappi við bílana Jeep Grand Cherokee Limited, Jeep Cherokee Trailhawk, Toyota 4Runner og Dodge Durango Limited. Þetta er í þriðja sinn sem Range Rover hefur verið valinn fjórhjóladrifsbíll ársins af Four Wheeler. Prófanir á bílunum tóku 5 daga og var hverjum og einum þeirra ekið ríflega 1.600 kílómetra. Dómarar í valinu kunnu vel að meta 510 hestafla vélina í Range Rover Sport, glæsilega innréttingu hans, 30 sentimetra lægsta punkt bílsins, 25-28 cm slaglengd á hverju hjóli og það að bíllinn er aðeins 5 sekúndur í hundraðið. Bíllinn fær hreint ótrúlega dóma og áttu reynsluökumenn vart orð til að lýsa gæðum hans. Alls ekki slæm innréttingin. Fréttir ársins 2013 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent
Nýjasti bíll Land Rover, Range Rover Sport hefur verið valinn besti fjórhjóladrifni bíll heims af bílatímaritinu Four Wheeler. Á lokametrum valsins atti hann kappi við bílana Jeep Grand Cherokee Limited, Jeep Cherokee Trailhawk, Toyota 4Runner og Dodge Durango Limited. Þetta er í þriðja sinn sem Range Rover hefur verið valinn fjórhjóladrifsbíll ársins af Four Wheeler. Prófanir á bílunum tóku 5 daga og var hverjum og einum þeirra ekið ríflega 1.600 kílómetra. Dómarar í valinu kunnu vel að meta 510 hestafla vélina í Range Rover Sport, glæsilega innréttingu hans, 30 sentimetra lægsta punkt bílsins, 25-28 cm slaglengd á hverju hjóli og það að bíllinn er aðeins 5 sekúndur í hundraðið. Bíllinn fær hreint ótrúlega dóma og áttu reynsluökumenn vart orð til að lýsa gæðum hans. Alls ekki slæm innréttingin.
Fréttir ársins 2013 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent