Lexus fetar aðrar slóðir en Audi, BMW og Benz Finnur Thorlacius skrifar 13. desember 2013 14:30 Lexus LF-LC Coupe Lexus ætlar ekki að framleiða ódýra og litla lúxusbíla líkt og þýsku lúxusbílarnir hafa gert undanfarið og boðað áframhald á. Þess í stað ætlar Lexus frekar að fara í hina áttina og framleiða dýrari, stærri og betri lúxusbíla og keppa ekki um hylli þeirra sem kjósa litla og ódýrari gerða þeirra framleiðenda sem falla í lúxusbílaflokkinn. Mercedes Benz setti ekki alls fyrir löngu CLA bílinn sem ekki mátti kosta meira en 30.000 dollara í Bandaríkjunum og skildi hann höfða til yngri bílakaupenda. Ódýrasti bíll Lexus þar er CT 200h tvinnbíllinn sem kostar 32.500 dali. Lexus ætlar ekki að framleiða bíl undir 30.000 dollurum og hefur það ekki endilega sem markmið að ná aftur forystunni sem það hafði á Bandaríkjamarkaði í fjölda seldra lúxusbíla, en bæði Mercedes Benz og BMW eru nú komin upp fyrir Lexus þar. Sem skýrasta dæmi um stefnu Lexus nú eru áform fyrirtækisins að smíða Lexus LF-LC Coupe sem sýndur var sem tilraunabíll nýverið og fylgja á eftir ofurbílnum Lexus LFA. Þessi bíll verður alls ekki ódýr. Lexus ætlar heldur ekki að feta slóð þýsku lúxusbílaframleiðendanna með því að bjóða bílgerðir sínar með dísilvélum, heldur halda sig við bensínvélar og tvinnbúnað í bíla sína. Mest lesið Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Innlent
Lexus ætlar ekki að framleiða ódýra og litla lúxusbíla líkt og þýsku lúxusbílarnir hafa gert undanfarið og boðað áframhald á. Þess í stað ætlar Lexus frekar að fara í hina áttina og framleiða dýrari, stærri og betri lúxusbíla og keppa ekki um hylli þeirra sem kjósa litla og ódýrari gerða þeirra framleiðenda sem falla í lúxusbílaflokkinn. Mercedes Benz setti ekki alls fyrir löngu CLA bílinn sem ekki mátti kosta meira en 30.000 dollara í Bandaríkjunum og skildi hann höfða til yngri bílakaupenda. Ódýrasti bíll Lexus þar er CT 200h tvinnbíllinn sem kostar 32.500 dali. Lexus ætlar ekki að framleiða bíl undir 30.000 dollurum og hefur það ekki endilega sem markmið að ná aftur forystunni sem það hafði á Bandaríkjamarkaði í fjölda seldra lúxusbíla, en bæði Mercedes Benz og BMW eru nú komin upp fyrir Lexus þar. Sem skýrasta dæmi um stefnu Lexus nú eru áform fyrirtækisins að smíða Lexus LF-LC Coupe sem sýndur var sem tilraunabíll nýverið og fylgja á eftir ofurbílnum Lexus LFA. Þessi bíll verður alls ekki ódýr. Lexus ætlar heldur ekki að feta slóð þýsku lúxusbílaframleiðendanna með því að bjóða bílgerðir sínar með dísilvélum, heldur halda sig við bensínvélar og tvinnbúnað í bíla sína.
Mest lesið Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Innlent