GM selur bréf sín í PSA Peugeot Citroën Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2013 10:30 Brátt á GM ekkert í PSA. Þessi vika hefur aldeilis verið söguleg hjá General Motors. Þeir réð nýjan forstjóra, kraftkonuna Mary Barra, tilkynntu um brotthvarf Chevrolet í Evrópu og framleiðslu bíla í Astralíu og eru nú að selja sinn 7% hlut í PSA Peugeot Citroën. GM og PSA munu samt eiga í samstarfi við þróun undirvagna í bíla sína. Mun það eiga við MPV og Crossover bíla fyrirtækjanna og jafnvel fleiri bíla. Áætlanir um sameiginlega þróun undirvagna fyrir bíla í B-stærðparflokki hefur hinsvegar verið hætt, sem og þróun lítilla bílvéla. Fyrirtækin ætla áfram að eiga í samstarfi um sameiginleg innkaup íhluta. Hlutir GM í PSA Peugeot Citroën er 28,84 milljón hluta og vonast GM til að fá 500 milljónir dala fyrir þennan hlut, en GM keypti þennan hlut fyrir 22 mánuðum síðan á 400 milljónir dala. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent
Þessi vika hefur aldeilis verið söguleg hjá General Motors. Þeir réð nýjan forstjóra, kraftkonuna Mary Barra, tilkynntu um brotthvarf Chevrolet í Evrópu og framleiðslu bíla í Astralíu og eru nú að selja sinn 7% hlut í PSA Peugeot Citroën. GM og PSA munu samt eiga í samstarfi við þróun undirvagna í bíla sína. Mun það eiga við MPV og Crossover bíla fyrirtækjanna og jafnvel fleiri bíla. Áætlanir um sameiginlega þróun undirvagna fyrir bíla í B-stærðparflokki hefur hinsvegar verið hætt, sem og þróun lítilla bílvéla. Fyrirtækin ætla áfram að eiga í samstarfi um sameiginleg innkaup íhluta. Hlutir GM í PSA Peugeot Citroën er 28,84 milljón hluta og vonast GM til að fá 500 milljónir dala fyrir þennan hlut, en GM keypti þennan hlut fyrir 22 mánuðum síðan á 400 milljónir dala.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent