Ford með 23 nýja bíla 2014 Finnur Thorlacius skrifar 16. desember 2013 10:32 Ford Mondeo Mikið verður um að vera hjá bílaframleiðandanum Ford á næsta ári, en Ford ætlar að kynna 23 breytta og nýja bíla á því ári. Ford ætlar einnig að fjölga verksmiðjum sínum og starfsfólki og mun störfum t.d. fjölga um 5.000 í Bandaríkjunum einum. Flestar af þessum 23 nýju bílgerðum eru nýjar kynslóðir þekktra bílgerða Ford. Þar á meðal er F-150 pallbíllinn, Ford Edge, Ford Expedition, Lincoln Navigator, Lincoln MKC og Ford Transit. Ford mun kynna marga nýja bíla sína á bílsýningunni í Detroit sem hefst í næsta mánuði. Hinum ágætu EcoBoost vélum Ford mun fjölga um tvær á næsta ári og bætist ný 2,3 lítra vél við og önnur til með óþekkt sprengirými. Ford ætlar að fjölga mjög bílgerðum sem verða með Start/Stop-búnaði og verða um 70% allra Ford bíla þannig búnir við enda næsta árs. Þrjár glænýjar samsetnignaverksmiðjur verða opnaðar hjá Ford á næsta ári, tvær þeirra í Asíu og ein í S-Ameríku. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent
Mikið verður um að vera hjá bílaframleiðandanum Ford á næsta ári, en Ford ætlar að kynna 23 breytta og nýja bíla á því ári. Ford ætlar einnig að fjölga verksmiðjum sínum og starfsfólki og mun störfum t.d. fjölga um 5.000 í Bandaríkjunum einum. Flestar af þessum 23 nýju bílgerðum eru nýjar kynslóðir þekktra bílgerða Ford. Þar á meðal er F-150 pallbíllinn, Ford Edge, Ford Expedition, Lincoln Navigator, Lincoln MKC og Ford Transit. Ford mun kynna marga nýja bíla sína á bílsýningunni í Detroit sem hefst í næsta mánuði. Hinum ágætu EcoBoost vélum Ford mun fjölga um tvær á næsta ári og bætist ný 2,3 lítra vél við og önnur til með óþekkt sprengirými. Ford ætlar að fjölga mjög bílgerðum sem verða með Start/Stop-búnaði og verða um 70% allra Ford bíla þannig búnir við enda næsta árs. Þrjár glænýjar samsetnignaverksmiðjur verða opnaðar hjá Ford á næsta ári, tvær þeirra í Asíu og ein í S-Ameríku.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent