Renault í samstarf með Dongfeng í Kína Finnur Thorlacius skrifar 16. desember 2013 15:20 Renault Koleos jepplingurinn. Franski bílaframleiðandinn Renault mun framleiða 150.000 bíla á ári í samstarfi við kínverska bílaframleiðandann Dongfeng í Kína. Renault segist reyndar hafa myndað „gullinn þríhyrning“ með þessu samstarfi því Nissan, sem lengi hefur verið í samstarfi með Renault, er þriðji aðili samstarfsins. Renault og Dongfeng munu sameinast um verksmiðju og fyrstu bílarnir með merki Renault munu renna af færiböndunum á miðju ári 2016. Renault er langt á eftir Volkswagen, Toyota og General Motors í sölu bíla í Kína og hyggst með þessu minnka það bil á þessum stærsta bílamarkaði heims. Renault ætlar aðallega að framleiða jepplinga í verksmiðjunni í Kína. Franskir bílaframleiðendur eiga afar lítinn hluta af bílamarkaðinum í Kína, eða 3,1% og eru langt á eftir þýsku framleiðendunum, sem og þeim japönsku, bandarísku og s-kóresku. Erfitt gæti reynst fyrir Renault að vinna markað í Kína, en merki Renault er ekki mjög þekkt þar. Auk þess kemur Renault nú inn á markaðinn þegar verulega er farið að hægja á vexti í bílasölu í Kína. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent
Franski bílaframleiðandinn Renault mun framleiða 150.000 bíla á ári í samstarfi við kínverska bílaframleiðandann Dongfeng í Kína. Renault segist reyndar hafa myndað „gullinn þríhyrning“ með þessu samstarfi því Nissan, sem lengi hefur verið í samstarfi með Renault, er þriðji aðili samstarfsins. Renault og Dongfeng munu sameinast um verksmiðju og fyrstu bílarnir með merki Renault munu renna af færiböndunum á miðju ári 2016. Renault er langt á eftir Volkswagen, Toyota og General Motors í sölu bíla í Kína og hyggst með þessu minnka það bil á þessum stærsta bílamarkaði heims. Renault ætlar aðallega að framleiða jepplinga í verksmiðjunni í Kína. Franskir bílaframleiðendur eiga afar lítinn hluta af bílamarkaðinum í Kína, eða 3,1% og eru langt á eftir þýsku framleiðendunum, sem og þeim japönsku, bandarísku og s-kóresku. Erfitt gæti reynst fyrir Renault að vinna markað í Kína, en merki Renault er ekki mjög þekkt þar. Auk þess kemur Renault nú inn á markaðinn þegar verulega er farið að hægja á vexti í bílasölu í Kína.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent