Kanye West biður öryggisverði um að fjarlægja tónleikagest Orri Freyr Rúnarsson skrifar 16. desember 2013 15:31 Kanye West er enginn grínisti, enda laus við allan húmor - www.rollingout.com Tónlistarmaðurinn Kanye West hefur verið mikið í fjölmiðlum að undanförnu enda er maðurinn varla fær um að opna á sér munninn án þess að hneyksla hálfan heiminn. Nú er hann aftur kominn í fréttirnar eftir að myndband náðist af kappanum biðja öryggisverði um að vísa kvenkyns áhorfenda af tónleikum hans í Bandaríkjunum. Aðdáandinn hafði þó ekki unnið sér margt til saka, heldur einungis beðið West um að fjarlægja „helvítis“ grímuna af andlitinu á sér. Þessari beiðni tók Kanye afar illa og gaf merki til öryggisvarða um að vísa ætti þessum tónleikagest af svæðinu. Kanye gerði svo örstutt hlé á laginu til að spyrja aðdáendur hvort að hann liti út eins og bévítans grínisti, íklæddur einhverskonar gimp-grímu, risaloðfrakka og loðskóm. Nei, hann Kanye er heldur betur enginn grínisti, hann er Kanye „moðerfokkin“ West að eigin sögn. Hér að neðan má sjá myndband af atvikinu sem hefst eftir 35.sek.. Harmageddon Mest lesið Íslensk hljómsveit hitar upp fyrir The Pixies Harmageddon Nýtt og ógnvekjandi útlit hjá Slipknot Harmageddon Styttur Reykjavíkur fá ný heyrnartól Harmageddon Ræða Martin Luther King framkallar enn gæsahúð Harmageddon Endaþarmur evrópskar myndlistar? Harmageddon Það þarf fólk eins og Má Harmageddon Ólafur Arnalds í Hörpu í kvöld Harmageddon Hljómsveitin Maus loksins aftur á svið Harmageddon Sannleikurinn: Sjálfstæðismenn í Reykjavík telja sig nú eiga séns Harmageddon Axl Rose fordæmir forseta Indónesíu Harmageddon
Tónlistarmaðurinn Kanye West hefur verið mikið í fjölmiðlum að undanförnu enda er maðurinn varla fær um að opna á sér munninn án þess að hneyksla hálfan heiminn. Nú er hann aftur kominn í fréttirnar eftir að myndband náðist af kappanum biðja öryggisverði um að vísa kvenkyns áhorfenda af tónleikum hans í Bandaríkjunum. Aðdáandinn hafði þó ekki unnið sér margt til saka, heldur einungis beðið West um að fjarlægja „helvítis“ grímuna af andlitinu á sér. Þessari beiðni tók Kanye afar illa og gaf merki til öryggisvarða um að vísa ætti þessum tónleikagest af svæðinu. Kanye gerði svo örstutt hlé á laginu til að spyrja aðdáendur hvort að hann liti út eins og bévítans grínisti, íklæddur einhverskonar gimp-grímu, risaloðfrakka og loðskóm. Nei, hann Kanye er heldur betur enginn grínisti, hann er Kanye „moðerfokkin“ West að eigin sögn. Hér að neðan má sjá myndband af atvikinu sem hefst eftir 35.sek..
Harmageddon Mest lesið Íslensk hljómsveit hitar upp fyrir The Pixies Harmageddon Nýtt og ógnvekjandi útlit hjá Slipknot Harmageddon Styttur Reykjavíkur fá ný heyrnartól Harmageddon Ræða Martin Luther King framkallar enn gæsahúð Harmageddon Endaþarmur evrópskar myndlistar? Harmageddon Það þarf fólk eins og Má Harmageddon Ólafur Arnalds í Hörpu í kvöld Harmageddon Hljómsveitin Maus loksins aftur á svið Harmageddon Sannleikurinn: Sjálfstæðismenn í Reykjavík telja sig nú eiga séns Harmageddon Axl Rose fordæmir forseta Indónesíu Harmageddon