Grimmir dómarar Ólöf Skaftadóttir skrifar 17. desember 2013 09:45 Ég verð að viðurkenna að mín viðbrögð við dómnum í Al Thani málinu svokallaða virðast hafa verið á skjön við tilfinningar meginþorra þjóðarinnar. Að minnsta kosti gladdist ég ekki sérstaklega yfir óförum þessara manna. Ég öskraði ekki upp yfir mig af fögnuði, fékk mér ekki kampavínsglas, og steytti alls engum hnefa til merkis um að réttlætinu væri fullnægt. Miklu frekar er rétt að segja að ég hafi orðið hugsi. Getur það staðist að íslenskir bankamenn séu verri að innræti en erlendir kollegar þeirra? Nú veit ég til þess að Barclays banki í Bretlandi sótti sér fjármagn til sama heimshluta á sama tíma og Kaupþingsmenn. Hvernig stendur á því að þar í landi hefur engum dottið í hug að fangelsa forstjóra, stjórnarformann og stærsta eigandann. Þó hafa Bretar stundað nútímabankastarfsemi síðan 1650 Við síðan 2002. Hvað lærðu íslenskir dómstólar á áratug sem Bretar kunna ekki enn eftir 350 ár? Ég hugsaði líka til réttarhaldanna yfir gamla forsætisráðherranum okkar, Geir H. Haarde. Bankakerfið hrundi á hans vakt. Fyrir vikið var hann saksóttur og endaði sem dæmdur maður. Ég trúi ekki að Geir sé verri en Gordon Brown kollegi hans í Bretlandi, til dæmis. Það er alkunna að bankar á borð við Lloyds, Royal Bank of Scotland, Lehman og fleiri, voru líklega í enn verri málum en Kaupþing. Kannski er þetta bara vitleysa í mér og þessi mál alls ekki samanburðarhæf. Kannski er ég hlutdræg af því ég þekki margt gott fólk sem stundar viðskipti, og þykist vita fyrir víst að þessir vinir mínir og ættingjar eru ekki verri en annað fólk. Þau eru þvert á móti klárt fólk sem hefur kennt mér margt í lífinu og ég lít upp til. Eitt er að minnsta kosti ljóst – viðbrögðin við dómnum, sem einkenndust af Þórðargleði og skeytingarleysi um örlög samborgaranna, voru ekki til þess fallin að blása manni þjóðarstolti í brjóst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun
Ég verð að viðurkenna að mín viðbrögð við dómnum í Al Thani málinu svokallaða virðast hafa verið á skjön við tilfinningar meginþorra þjóðarinnar. Að minnsta kosti gladdist ég ekki sérstaklega yfir óförum þessara manna. Ég öskraði ekki upp yfir mig af fögnuði, fékk mér ekki kampavínsglas, og steytti alls engum hnefa til merkis um að réttlætinu væri fullnægt. Miklu frekar er rétt að segja að ég hafi orðið hugsi. Getur það staðist að íslenskir bankamenn séu verri að innræti en erlendir kollegar þeirra? Nú veit ég til þess að Barclays banki í Bretlandi sótti sér fjármagn til sama heimshluta á sama tíma og Kaupþingsmenn. Hvernig stendur á því að þar í landi hefur engum dottið í hug að fangelsa forstjóra, stjórnarformann og stærsta eigandann. Þó hafa Bretar stundað nútímabankastarfsemi síðan 1650 Við síðan 2002. Hvað lærðu íslenskir dómstólar á áratug sem Bretar kunna ekki enn eftir 350 ár? Ég hugsaði líka til réttarhaldanna yfir gamla forsætisráðherranum okkar, Geir H. Haarde. Bankakerfið hrundi á hans vakt. Fyrir vikið var hann saksóttur og endaði sem dæmdur maður. Ég trúi ekki að Geir sé verri en Gordon Brown kollegi hans í Bretlandi, til dæmis. Það er alkunna að bankar á borð við Lloyds, Royal Bank of Scotland, Lehman og fleiri, voru líklega í enn verri málum en Kaupþing. Kannski er þetta bara vitleysa í mér og þessi mál alls ekki samanburðarhæf. Kannski er ég hlutdræg af því ég þekki margt gott fólk sem stundar viðskipti, og þykist vita fyrir víst að þessir vinir mínir og ættingjar eru ekki verri en annað fólk. Þau eru þvert á móti klárt fólk sem hefur kennt mér margt í lífinu og ég lít upp til. Eitt er að minnsta kosti ljóst – viðbrögðin við dómnum, sem einkenndust af Þórðargleði og skeytingarleysi um örlög samborgaranna, voru ekki til þess fallin að blása manni þjóðarstolti í brjóst.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun