Daimler kaupir 5% í Aston Martin Finnur Thorlacius skrifar 19. desember 2013 13:45 Margir myndu gráta brotthvarf Aston Martin og vonandi að samstarfið við Mercedes Benz bæti afkomuna. Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz hefur keypt 5% hlut í breska sportbílaframleiðandanum Aston Martin. Þessum hlut fylgir ekki réttur til stjórnarsetu í Aston Martin. Kaupin koma í kjölfar þess að fyrirtækin tvö höfðu í júní síðastliðnum bundist samkomulagi um þróun og smíði V8 véla í bíla Aston Martin. Með samstarfinu getur Aston Martin lækkað kostnað við þróun véla í bíla sína og nýtur þeirrar tækniþekkingar sem býr í herbúðum AMG-deildar Mercedes Benz. Aston Martin hefur átt bágt með að fjármagna þróun nýrra bíla sinna á meðan keppinautur eins og Rolls Royce hefur notið fjármagns frá eigandi sínum, BMW. Sama á við Bentley, sem er í eigu Volkswagen. Því var Aston Martin nauðugur einn kostur, að hefja samstarf við stóran framleiðanda, eða verða undir í samkeppninni. Rekstur Aston Martin hefur ekki gengið alltof vel að undaförnu og seldi það aðeins 3.800 bíla í fyrra, 10% minna en árið áður. Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs tapaði Aston Martin 4,6 milljörðum króna, en árið á undan færði fyrirtækinu 4 milljarða tap. Það er vonandi að samstarfið við Mercedes Benz muni breyta gæfu Aston Martin. Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent
Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz hefur keypt 5% hlut í breska sportbílaframleiðandanum Aston Martin. Þessum hlut fylgir ekki réttur til stjórnarsetu í Aston Martin. Kaupin koma í kjölfar þess að fyrirtækin tvö höfðu í júní síðastliðnum bundist samkomulagi um þróun og smíði V8 véla í bíla Aston Martin. Með samstarfinu getur Aston Martin lækkað kostnað við þróun véla í bíla sína og nýtur þeirrar tækniþekkingar sem býr í herbúðum AMG-deildar Mercedes Benz. Aston Martin hefur átt bágt með að fjármagna þróun nýrra bíla sinna á meðan keppinautur eins og Rolls Royce hefur notið fjármagns frá eigandi sínum, BMW. Sama á við Bentley, sem er í eigu Volkswagen. Því var Aston Martin nauðugur einn kostur, að hefja samstarf við stóran framleiðanda, eða verða undir í samkeppninni. Rekstur Aston Martin hefur ekki gengið alltof vel að undaförnu og seldi það aðeins 3.800 bíla í fyrra, 10% minna en árið áður. Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs tapaði Aston Martin 4,6 milljörðum króna, en árið á undan færði fyrirtækinu 4 milljarða tap. Það er vonandi að samstarfið við Mercedes Benz muni breyta gæfu Aston Martin.
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent