Saab hóf framleiðslu á ný í gær Finnur Thorlacius skrifar 3. desember 2013 14:15 Saab 9-3 framleiddur í Trollhattan Næstum tveimur árum eftir gjaldþrot sænska bílaframleiðandans Saab hófst framleiðsla Saab bíla aftur í gær í verksmiðju Saab í Trollhattan. Þar verður 9-3 bíll Saab framleiddur, en sá bíll var helsti sölubíll Saab áður en fyrirtækið fór í þrot. Nýr eigandi Saab, National Elecric Vehicle Sweden, sem er í eigu aðila frá Hong Kong og Kína, ætlar að byrja með hóflegri framleiðslu bílsins í óbreyttri mynd. Á næsta ári verður svo hefðbundinni brunavél 9-3 skipt út fyrir rafmagnsmótorum. Þannig búinn er bíllinn fyrst ætlaður fyrir kínverskan bílamarkað og gæti hann fengið einhverja útlitsbreytingu að auki. Bílarnir sem framleiddir eru nú verða bæði seldir í Evrópu og Kína og hugsanlega eitthvað seinna í Bandaríkjunum. Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent
Næstum tveimur árum eftir gjaldþrot sænska bílaframleiðandans Saab hófst framleiðsla Saab bíla aftur í gær í verksmiðju Saab í Trollhattan. Þar verður 9-3 bíll Saab framleiddur, en sá bíll var helsti sölubíll Saab áður en fyrirtækið fór í þrot. Nýr eigandi Saab, National Elecric Vehicle Sweden, sem er í eigu aðila frá Hong Kong og Kína, ætlar að byrja með hóflegri framleiðslu bílsins í óbreyttri mynd. Á næsta ári verður svo hefðbundinni brunavél 9-3 skipt út fyrir rafmagnsmótorum. Þannig búinn er bíllinn fyrst ætlaður fyrir kínverskan bílamarkað og gæti hann fengið einhverja útlitsbreytingu að auki. Bílarnir sem framleiddir eru nú verða bæði seldir í Evrópu og Kína og hugsanlega eitthvað seinna í Bandaríkjunum.
Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent