Danska blaðið BT greinir frá því í dag að þrjú hollensk lið hafi augastað á Theódóri Elmari Bjarnasyni, leikmanni Randers í dönsku úrvalsdeildinni.
Opnað verður fyrir félagaskipti um áramótin en danska deildin fer í tveggja mánaða vetrarfrí í næstu viku.
Groningen, Utrecht og NEJ Nijmegen eru öll sögð hafa áhuga á Elmari sem hefur staðið sig vel með Randers. Áður hafa ensku B-deildarliðin Ipswich og Brighton sýnt kappanum áhuga.
Randers er sem stendur í níunda sæti dönsku deildarinnar með 20 stig. Liðið mætir Esbjerg í fallbaráttuslag á sunnudaginn.
Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson er nú á mála hjá Nejmegen.
Elmar eftirsóttur í Hollandi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti

Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti


Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti
