Theodór Elmar Bjarnason lék allan leikinn fyrir Randers í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðið lagði Esbjerg að velli 1-0 á heimavelli.
Liðin eru hlið við hlið í fallbaráttunni og því mikið í húfi í dag. Allt benti til þess að liðið myndu skiptast á jafnan hlut eftir mikla baráttu en Randers tryggði sér sigurinn á síðustu mínútu leiksins þegar Jonas Borring skoraði eina mark leiksins.
Randers lyfti sér upp í 5. sæti með sigrinum þar sem liðið er með 23 stig en Esbjerg er í 11. og næst neðsta sæti deildarinnar með 19 stig.
