Bandaríski stórbankinn JP Morgan hefur samþykkt að greiða þrettán milljarða bandaríkjadala í sekt, eða rúmlega fimmtánhundruð milljarða íslenskra króna. Það stappar nærri vergri landsframleiðslu Íslands sem er tæplega sautjánhundruð milljarðar.
Samkomulag um þetta hefur nú náðst en bankinn hefur verið sakaður um að blekkja fjárfesta þegar húsnæðisbólan, sem olli fjármálakrísu um allan heim, var í fullum gangi. Bankinn hefur jafnframt viðurkennt sök sína en segist þó ekki hafa brotið lög.
Sektin sem bankinn greiðir er sú stærsta sem nokkurt fyrirtæki hefur greitt en fjárhæðinni á að skipta á milli fasteignaeigenda sem urðu fyrir barðinu á bankanum, fjárfesta og ríkissjóðs.
JP Morgan borgar risasekt

Mest lesið

Sólon lokað vegna gjaldþrots
Viðskipti innlent

„Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart
Viðskipti innlent

Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura
Viðskipti innlent

Buffett hættir sem forstjóri við lok árs
Viðskipti erlent


Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni
Viðskipti erlent


Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl
Viðskipti innlent

Ráðin hagfræðingur SVÞ
Viðskipti innlent

Óttast ekki komu Starbucks til Íslands
Viðskipti innlent