Mazda væntir metsölu í BNA næstu 2 ár Finnur Thorlacius skrifar 26. nóvember 2013 13:15 Mazda3 Uppgjörsár Mazda, eins og margra japanskra bílaframleiðenda, endar í mars og það stefnir í 300.000 bíla sölu í Bandaríkjunum. Mazda stefnir hinsvegar á að ná 400.000 bíla sölu árið 2015 og fara úr 1,9% markaðshlutdeild í 2,5% þar vestra. Hinir þrír nýju bílar fyrirtækisins, Mazda3, Mazda6 og Mazda CX-5 jepplingurinn eiga að spila stóra hlutverkið í þessari auknu sölu og miðað við móttökur þeirra má fullt eins búast við að þetta markmið Mazda náist. Þar á nýjast bíllinn, Mazda3 að skila mestri sölu, enda þeirra ódýrastur. Forstjóri Mazda segir að það verði ekki aðferðarfræði fyrirtæksins að gefa mikla afslætti af bílum sínum og frekar sætti fyrirtækið sig við minni sölu. Ef Mazda nær markmiðum sínum slær fyrirtækið sín eigin met í Bandaríkjunum. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent
Uppgjörsár Mazda, eins og margra japanskra bílaframleiðenda, endar í mars og það stefnir í 300.000 bíla sölu í Bandaríkjunum. Mazda stefnir hinsvegar á að ná 400.000 bíla sölu árið 2015 og fara úr 1,9% markaðshlutdeild í 2,5% þar vestra. Hinir þrír nýju bílar fyrirtækisins, Mazda3, Mazda6 og Mazda CX-5 jepplingurinn eiga að spila stóra hlutverkið í þessari auknu sölu og miðað við móttökur þeirra má fullt eins búast við að þetta markmið Mazda náist. Þar á nýjast bíllinn, Mazda3 að skila mestri sölu, enda þeirra ódýrastur. Forstjóri Mazda segir að það verði ekki aðferðarfræði fyrirtæksins að gefa mikla afslætti af bílum sínum og frekar sætti fyrirtækið sig við minni sölu. Ef Mazda nær markmiðum sínum slær fyrirtækið sín eigin met í Bandaríkjunum.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent