Bensínverð á niðurleið í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2013 10:32 Verðlækkun á bensínverði gagnast flestum nema olíufurstum. Verð á galloni af bensíni gæti farið undir 3 dollara í Bandaríkjunum áður en árið er á enda. Meðalverð á gallonið í dag er 3,25 dollarar. Myndi það samsvara 8% lækkun. Ef samskonar lækkun ætti sér stað hérlendis færi núverandi verð úr um 242 krónum í 222 krónur og myndu íslenskum heimilum muna um það. Þrír dollarar fyrir gallonið samsvarar hinsvegar 96 krónum á lítra. Lækkunin vestanhafs er að hluta til vegna þess að vinnslukostnaður á bensíni lækkar ávallt á þessum tíma árs, en bensín sem ætlað er til notkunar á vetrarmánuðum er ódýrara í vinnslu en það sem notað er á á hlýrri tíma þess. Ennfremur eru bensínbirgðir nægar nú og þrýstir það einnig niður verði. Búist er við því að verðlækkunin muni endast fram á vor á næsta ári, en vaninn er að verð rísi á þeim tíma ársins. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent
Verð á galloni af bensíni gæti farið undir 3 dollara í Bandaríkjunum áður en árið er á enda. Meðalverð á gallonið í dag er 3,25 dollarar. Myndi það samsvara 8% lækkun. Ef samskonar lækkun ætti sér stað hérlendis færi núverandi verð úr um 242 krónum í 222 krónur og myndu íslenskum heimilum muna um það. Þrír dollarar fyrir gallonið samsvarar hinsvegar 96 krónum á lítra. Lækkunin vestanhafs er að hluta til vegna þess að vinnslukostnaður á bensíni lækkar ávallt á þessum tíma árs, en bensín sem ætlað er til notkunar á vetrarmánuðum er ódýrara í vinnslu en það sem notað er á á hlýrri tíma þess. Ennfremur eru bensínbirgðir nægar nú og þrýstir það einnig niður verði. Búist er við því að verðlækkunin muni endast fram á vor á næsta ári, en vaninn er að verð rísi á þeim tíma ársins.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent