Strømsgodset varð norskur meistari í dag með stæl þegar þeir mættu Haugesund á heimavelli og slátruðu gestunum 4-0. Strømsgodset endaði einu stigi fyrir ofan Rosenborg sem sigraði Lillestrøm á útivelli.
Fyrir umferðina var vitað að Rosenborg þurfti að treysta á Haugesund og að sigra leikinn sinn. Í fallbaráttunni vissi Sarpsborg 08 að þeir þyrftu að sigra leikinn sinn og treysta á að Sandnes Ulf tapaði gegn Valerenga.
Sarpsborg virtist ætla að bjarga sér frá umspilssæti þegar Þórarinn Ingi Valdimarsson kom Sarpsborg yfir gegn Viking þegar korter var til leiksloka. Viking náði hinsvegar að snúa taflinu við á lokamínútum leiksins, tvö mörk í uppbótartíma gerði út um vonir Sarpsborg. Sandnes Ulf sem tapaði 2-0 gegn Valerenga heldur því sæti sínu í deildinni.
Birkir Már Sævarsson skoraði fyrsta mark Brann í öruggum 4-1 sigri á Tromsö á heimavelli. Birkir skoraði um miðbik fyrri hálfleiks og spilaði allan leikinn í sigrinum.
Úrslit dagsins í norska boltanum:
Brann 4-1 Tromsø
Lillestrøm 0-3 Rosenborg
Molde 0-1 Start
Odd 3-2 Hönefoss
Sogndal 1-2 Aalesund
Strømsgodset 4-0 Haugesund
Valerenga 2-0 Sandnes Ulf
Viking 2-1 Sarpsborg 08
Lokastaða norsku úrvalsdeildarinnar:
1. Stromsgodset 30 19 6 5 66:26 63
2. Rosenborg 30 18 8 4 50:25 62
3. Haugesund 30 15 6 9 41:39 51
4. Aalesund 30 14 7 9 55:44 49
5. Viking 30 12 10 8 41:36 46
6. Molde 30 12 8 10 47:38 44
7. Odd 30 11 7 12 43:39 40
8. Brann 30 11 6 13 46:46 39
9. Start 30 10 8 12 43:46 38
10. Lillestrom 30 9 9 12 37:44 36
11. Valerenga 30 10 6 14 41:50 36
12. Sogndal 30 8 9 13 33:48 33
13. Sandnes Ulf 30 9 6 15 36:58 33
14. Sarpsborg 08 30 8 7 15 40:58 31
15. Tromso 30 7 8 15 41:50 29
16. Honefoss 30 6 11 13 34:47 29
Birkir Már og Þórarinn Ingi skoruðu í dag | Sarpsborg 08 í umspil
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið

Átti Henderson að fá rautt spjald?
Enski boltinn

Löggan óskaði Hildigunni til hamingju
Handbolti


„Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“
Körfubolti

„Æfingu morgundagsins er aflýst“
Enski boltinn




