Fimmtungur myndi hætta að keyra Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2013 13:15 Sjálfkeyrandi Nissan Leaf Sjálfkeyrandi bílar eru á leiðinni og margir bílaframleiðendur eru þessa dagana að gera tilraunir á þeim. Bendir flest til þess að þeir verði mjög öruggir. Bílavefurinn Autonomous Cars gerði könnun meðal 2.000 ökumanna og spurði þá að því hvort þeir myndu kjósa sjálfkeyrandi bíla ef þeir biðust. Fimmtungur aðspurðra sögðust myndu leggja af akstur og láta þessa nýju tækni um aksturinn. Er það mun hærra hlutfall en búist hafði verið við. Þrír fjórðu aðspurðra sögðust ekki efast um að þeir ækju betur en einhver tölva og að þeir myndu aldrei treysta slíkum búnaði. Tveir þriðju sögðu að heilbrigð skynsemi fólks væri áreiðanlegri en tölvur og því kæmi alls ekki til greina að treysta þeim. Þeir sem aðhylltust sjálfkeyrandi bíla sögðu að þeir myndu nota tímann vel sem sparast með því að láta bíl sinn aka sjálfan og sá tími væri dýrmætur. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent
Sjálfkeyrandi bílar eru á leiðinni og margir bílaframleiðendur eru þessa dagana að gera tilraunir á þeim. Bendir flest til þess að þeir verði mjög öruggir. Bílavefurinn Autonomous Cars gerði könnun meðal 2.000 ökumanna og spurði þá að því hvort þeir myndu kjósa sjálfkeyrandi bíla ef þeir biðust. Fimmtungur aðspurðra sögðust myndu leggja af akstur og láta þessa nýju tækni um aksturinn. Er það mun hærra hlutfall en búist hafði verið við. Þrír fjórðu aðspurðra sögðust ekki efast um að þeir ækju betur en einhver tölva og að þeir myndu aldrei treysta slíkum búnaði. Tveir þriðju sögðu að heilbrigð skynsemi fólks væri áreiðanlegri en tölvur og því kæmi alls ekki til greina að treysta þeim. Þeir sem aðhylltust sjálfkeyrandi bíla sögðu að þeir myndu nota tímann vel sem sparast með því að láta bíl sinn aka sjálfan og sá tími væri dýrmætur.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent