Kaupir einn þýsku bílaframleiðendanna Nürburgring? Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2013 13:15 Porsche 918 að setja hraðamet á Nürburgring. Fyrir ríflega einu ári varð rekstraraðili Nürburgring akstursbrautarinnar gjaldþrota með himinháar skuldir á bakinu. Þrátt fyrir það hefur brautin verið opin síðan, en þýska ríkið er stærsti kröfuhafi og núverandi eigandi brautarinnar. Margir hafa boðið í brautina síðan, en enginn þeirra hugnast eigandanum. Það gæti verið að breytast, en einhver af stóru bílaframleiðendunum í Þýskalandi hefur gert tilboð. Þar gæti verið um að ræða Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz, BMW eða Volkswagen Group. Þessi fyrirtæki nota Nürburgring brautina mikið við prófanir á bílum sínum og því er þeim öllum í mun að brautinni verði ekki lokað. Ef að kaupum verður, væri það ekki í fyrsta skipti sem keppnisbrautir eru í eigu bílaframleiðenda. Honda á t.d. Suzuka og Motegi brautirnar, Toyota á Fuji brautina, Ferrari á Mugello brautina og Porsche á Nardo brautina, en þær tvær síðastnefndu eru á Ítalíu. Auk þýsku bílaframleiðendanna þriggja hafa heyrst raddir þess efnis að ADAC, samtök bíleigenda í Þýskalandi, hafi gert tilboð í Nürburgring brautina. Umfram allt er tilvist Nürburgring brautarinnar vonandi tryggð og hún væri örugglega í öruggum höndum hjá öllum þessum aðilum. Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent
Fyrir ríflega einu ári varð rekstraraðili Nürburgring akstursbrautarinnar gjaldþrota með himinháar skuldir á bakinu. Þrátt fyrir það hefur brautin verið opin síðan, en þýska ríkið er stærsti kröfuhafi og núverandi eigandi brautarinnar. Margir hafa boðið í brautina síðan, en enginn þeirra hugnast eigandanum. Það gæti verið að breytast, en einhver af stóru bílaframleiðendunum í Þýskalandi hefur gert tilboð. Þar gæti verið um að ræða Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz, BMW eða Volkswagen Group. Þessi fyrirtæki nota Nürburgring brautina mikið við prófanir á bílum sínum og því er þeim öllum í mun að brautinni verði ekki lokað. Ef að kaupum verður, væri það ekki í fyrsta skipti sem keppnisbrautir eru í eigu bílaframleiðenda. Honda á t.d. Suzuka og Motegi brautirnar, Toyota á Fuji brautina, Ferrari á Mugello brautina og Porsche á Nardo brautina, en þær tvær síðastnefndu eru á Ítalíu. Auk þýsku bílaframleiðendanna þriggja hafa heyrst raddir þess efnis að ADAC, samtök bíleigenda í Þýskalandi, hafi gert tilboð í Nürburgring brautina. Umfram allt er tilvist Nürburgring brautarinnar vonandi tryggð og hún væri örugglega í öruggum höndum hjá öllum þessum aðilum.
Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent