Villtur Liverpoolstrákur Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2013 10:30 Enskir knattspyrnumenn er ekki þekktir fyrir að keyra á einhverjum druslum. Það á ekki heldur við um þennan leikmann sem er á launaskrá hjá Liverpool, en hann ekur um á Porsche Panamera Turbo og heitir Andre Wisdom. Í þetta skiptið hefði þó ef til vill verið betra að vera á aðeins ódýrari bíl, en hann situr þarna fastur í drullupitt uppí sveit. Ástæða þess var sú að hann afvegavilltist út af röngum upplýsingum úr GPS leiðsögukerfinu. Flesta hefði líklega grunað að þarna færu þeir villu vegar og því má efast um að eftirnafn Andre Wisdom eigi sem allra best við hann. Widom var á leiðinni að spila laugardagsleik með því liði sem Liverpool hefur lánað hann til, Derby County, og var því ekki mjög kunnugur sveitunum þar í kring. Hann komst þó í tæka tíð og gat spilað leikinn. Wisdom er aðeins 20 ára og spilar með 21 árs landsliði Englands og er auk þess fyrirliði þess liðs. Hann varð Evrópumeistari með enska 17 ára landsliðinu. Þar fer því enginn aukvisi á knattspyrnuvellinum, þó ratvísi hans sé viðbrugðið. Þess má geta að Porsche Panamera Turbo kostar um 100.000 pund í Englandi, eða ríflega 16 milljónir króna. Kolfastur í stórum drullupolli. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent
Enskir knattspyrnumenn er ekki þekktir fyrir að keyra á einhverjum druslum. Það á ekki heldur við um þennan leikmann sem er á launaskrá hjá Liverpool, en hann ekur um á Porsche Panamera Turbo og heitir Andre Wisdom. Í þetta skiptið hefði þó ef til vill verið betra að vera á aðeins ódýrari bíl, en hann situr þarna fastur í drullupitt uppí sveit. Ástæða þess var sú að hann afvegavilltist út af röngum upplýsingum úr GPS leiðsögukerfinu. Flesta hefði líklega grunað að þarna færu þeir villu vegar og því má efast um að eftirnafn Andre Wisdom eigi sem allra best við hann. Widom var á leiðinni að spila laugardagsleik með því liði sem Liverpool hefur lánað hann til, Derby County, og var því ekki mjög kunnugur sveitunum þar í kring. Hann komst þó í tæka tíð og gat spilað leikinn. Wisdom er aðeins 20 ára og spilar með 21 árs landsliði Englands og er auk þess fyrirliði þess liðs. Hann varð Evrópumeistari með enska 17 ára landsliðinu. Þar fer því enginn aukvisi á knattspyrnuvellinum, þó ratvísi hans sé viðbrugðið. Þess má geta að Porsche Panamera Turbo kostar um 100.000 pund í Englandi, eða ríflega 16 milljónir króna. Kolfastur í stórum drullupolli.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent