Audi flýgur 70 metra yfir landamæri Finnur Thorlacius skrifar 14. nóvember 2013 08:45 Ekki sérlega fagur Audi eftir flugferðina. Fæstir fljúga yfir landamæri nema í flugvélum. Þessi Audi eigandi gerði það hinsvegar yfir landamæri Frakklands og Sviss og fór 70 metra í stökkinu og var mest í um 5 metra hæð. Bíllinn fór heilan hring í flugferðinni en lenti á hjólunum. Hann stökk yfir gjaldtökuhús landamærastöðvarinnar á leiðinni. Þessi flugferð hefur væntanlega litið út eins og vel æft stuntatriði í bíómynd, en svo var þó alls ekki, heldur voru lukkudísirnar með í för. Þetta gerðist í síðustu viku en bíllinn var langt yfir leyfilegum hámarkshraða og lenti á vegriði og fór svona óvenjulega yfir landamærin. Ökumaðurinn gaf þá skýringu á óhappinu að hann hafi verið að endurstilla leiðsögukerfi bílsins, en það er greinilega ekki ráðlegt á mikilli ferð. Bæði ökumaðurinn og farþegar hans komust svo til ómeiddir úr óhappinu, þótt ótrúlegt megi virðast, en bílstjórinn meiddist þó aðeins á hendi. Bíllinn er þó ónýtur, eins og glögglega sést. Hér hófst flugferð Audi bílsins. Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent
Fæstir fljúga yfir landamæri nema í flugvélum. Þessi Audi eigandi gerði það hinsvegar yfir landamæri Frakklands og Sviss og fór 70 metra í stökkinu og var mest í um 5 metra hæð. Bíllinn fór heilan hring í flugferðinni en lenti á hjólunum. Hann stökk yfir gjaldtökuhús landamærastöðvarinnar á leiðinni. Þessi flugferð hefur væntanlega litið út eins og vel æft stuntatriði í bíómynd, en svo var þó alls ekki, heldur voru lukkudísirnar með í för. Þetta gerðist í síðustu viku en bíllinn var langt yfir leyfilegum hámarkshraða og lenti á vegriði og fór svona óvenjulega yfir landamærin. Ökumaðurinn gaf þá skýringu á óhappinu að hann hafi verið að endurstilla leiðsögukerfi bílsins, en það er greinilega ekki ráðlegt á mikilli ferð. Bæði ökumaðurinn og farþegar hans komust svo til ómeiddir úr óhappinu, þótt ótrúlegt megi virðast, en bílstjórinn meiddist þó aðeins á hendi. Bíllinn er þó ónýtur, eins og glögglega sést. Hér hófst flugferð Audi bílsins.
Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent