Á enn fyrsta Mustanginn sem framleiddur var Finnur Thorlacius skrifar 15. nóvember 2013 11:15 Nú þegar fimmtíu ár eru frá því að Ford framleiddi fyrstu gerðina af hinum sívinsæla Ford Mustang fór fyrirtækið á stúfana og hóf leit af fyrsta kaupanda bílsins. Kaupandinn fannst og reyndist það vera Chicago-mærin Gail Wise, sem nú er 72 ára. Svo vill til að Gail á ennþá þennan sögulega bíl sem hún keypti þegar hún var 22 ára. Hún vildi ekki lengur aka heimilisbíl foreldranna, sem var Forde Fairlane, og fjárfesti því í kagganum, sem er af árgerð 2014. Svo einkennilega vildi til að sölumaður Ford seldi henni bílinn án leyfis til þess, en hann átti eins og aðrir sölumenn Ford að bíða með sölu á bílnum þar til Ford væri búið að kynna bílinn almennilega. Hann gerði hinsvegar þessi mistök og seldi Gail bílinn og er hún væntanlega nokkuð ánægð með það í dag rétt eins og þá. Á þessum tíma var Lyndon Johnson forseti Bandaríkjanna og Bítlarnir voru að verða vinsælir þar í landi. Mustang Gail Wise fór heldur betur í gegnum niðurlægingartímabil því hann fékk að grotna niður í bílskúr hennar og eiginmanns síns í 27 ár áður en hann ákvað að gera bílinn upp. Nú lítur hann óaðfinnanlega út, svo vel tókst honum til. Mest lesið Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Innlent Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Erlent Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Innlent
Nú þegar fimmtíu ár eru frá því að Ford framleiddi fyrstu gerðina af hinum sívinsæla Ford Mustang fór fyrirtækið á stúfana og hóf leit af fyrsta kaupanda bílsins. Kaupandinn fannst og reyndist það vera Chicago-mærin Gail Wise, sem nú er 72 ára. Svo vill til að Gail á ennþá þennan sögulega bíl sem hún keypti þegar hún var 22 ára. Hún vildi ekki lengur aka heimilisbíl foreldranna, sem var Forde Fairlane, og fjárfesti því í kagganum, sem er af árgerð 2014. Svo einkennilega vildi til að sölumaður Ford seldi henni bílinn án leyfis til þess, en hann átti eins og aðrir sölumenn Ford að bíða með sölu á bílnum þar til Ford væri búið að kynna bílinn almennilega. Hann gerði hinsvegar þessi mistök og seldi Gail bílinn og er hún væntanlega nokkuð ánægð með það í dag rétt eins og þá. Á þessum tíma var Lyndon Johnson forseti Bandaríkjanna og Bítlarnir voru að verða vinsælir þar í landi. Mustang Gail Wise fór heldur betur í gegnum niðurlægingartímabil því hann fékk að grotna niður í bílskúr hennar og eiginmanns síns í 27 ár áður en hann ákvað að gera bílinn upp. Nú lítur hann óaðfinnanlega út, svo vel tókst honum til.
Mest lesið Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Innlent Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Erlent Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Innlent