McLaren P1 uppseldur Finnur Thorlacius skrifar 19. nóvember 2013 14:45 McLaren P1 ofurbíllinn. Það vefst ekki fyrir 375 kaupendum McLaren að reiða fram 141 milljónir króna fyrir nýjasta bíl McLaren, P1. Framleiðandinn ætlar bara að framleiða 375 eintök af bílnum og nú er orðið of seint að tryggja sér eintak, þeir eru uppseldir. Kaupendurnir hafa þegar reitt fram fyrirframgreiðslu í bíla sína svo McLaren ætti ekki að vera fjárvana við að smíða þessu eintök. Langur biðlisti hefur reyndar myndast, ef ske kynni að einhver kaupendann hrykki úr skaftinu. McLaren er aðeins búið að fullklára 12 eintök af bílnum og suma af þeim er þegar búið að afhenda og eru allir kaupendur þeirra í Evrópu. McLaren hafði það markmið að selja alla bílana fyrir árslok og það hefur því tekist aðeins á undan áætlun. Þeir sem ekki náðu að tryggja sér eintak geta fullt eins tryggt sér eintak af ofursportbíl með tvinntækni í formi Porsche 918 Spyder bílsins sem líklega er enn betri akstursbíll og sneggri en McLaren P1. Hann kostar líka talsvert minna, eða 104 milljónir króna. Einn ofurtvinnbíllinn enn er á boðstólum, eða Ferrari LaFerrari, svo enginn þarf að fara á límingunum þó svo McLaren P1 sé uppseldur. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent
Það vefst ekki fyrir 375 kaupendum McLaren að reiða fram 141 milljónir króna fyrir nýjasta bíl McLaren, P1. Framleiðandinn ætlar bara að framleiða 375 eintök af bílnum og nú er orðið of seint að tryggja sér eintak, þeir eru uppseldir. Kaupendurnir hafa þegar reitt fram fyrirframgreiðslu í bíla sína svo McLaren ætti ekki að vera fjárvana við að smíða þessu eintök. Langur biðlisti hefur reyndar myndast, ef ske kynni að einhver kaupendann hrykki úr skaftinu. McLaren er aðeins búið að fullklára 12 eintök af bílnum og suma af þeim er þegar búið að afhenda og eru allir kaupendur þeirra í Evrópu. McLaren hafði það markmið að selja alla bílana fyrir árslok og það hefur því tekist aðeins á undan áætlun. Þeir sem ekki náðu að tryggja sér eintak geta fullt eins tryggt sér eintak af ofursportbíl með tvinntækni í formi Porsche 918 Spyder bílsins sem líklega er enn betri akstursbíll og sneggri en McLaren P1. Hann kostar líka talsvert minna, eða 104 milljónir króna. Einn ofurtvinnbíllinn enn er á boðstólum, eða Ferrari LaFerrari, svo enginn þarf að fara á límingunum þó svo McLaren P1 sé uppseldur.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent