Slökkviliðið í Dubai fær Corvettu Finnur Thorlacius skrifar 20. nóvember 2013 13:30 Corvetta slökkviliðsins í Dubai. Allt það alfurðulegasta í bílaheiminum gerist í olíuríkinu Dubai. Þar ekur lögreglan um á mörgum gerðum ofursportbíla og ekki má nú slökkviliðið þar vera eftirbátur hennar. Því hefur slökkviðið fengið í sína þjónustu forláta Chevrolet Corvettu af 2014 árgerð, enda brýn þörf á að vera snöggur á staðinn í svo eldfimu landi. Það er þó örðugt að koma nokkrum tonnum af vatni í Corvettuna svo aðrir bílar sjá víst um það en þeir á Corvettunni geta skipulagt slökkvistarfið vel á undan ef þeir kunna eitthvað að aka svo kraftmiklum bíl þar syðra. Tilkoma Corvettunnar er víst ekki síst til ímyndarsköpunar fyrir slökkviliðið á sýningum að því segir í frétt frá Dubai. Bíllinn er af gerðinni Corvette C7 Stingray og því auðvitað dýrasta útgáfa bílsins, hvað annað! Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent
Allt það alfurðulegasta í bílaheiminum gerist í olíuríkinu Dubai. Þar ekur lögreglan um á mörgum gerðum ofursportbíla og ekki má nú slökkviliðið þar vera eftirbátur hennar. Því hefur slökkviðið fengið í sína þjónustu forláta Chevrolet Corvettu af 2014 árgerð, enda brýn þörf á að vera snöggur á staðinn í svo eldfimu landi. Það er þó örðugt að koma nokkrum tonnum af vatni í Corvettuna svo aðrir bílar sjá víst um það en þeir á Corvettunni geta skipulagt slökkvistarfið vel á undan ef þeir kunna eitthvað að aka svo kraftmiklum bíl þar syðra. Tilkoma Corvettunnar er víst ekki síst til ímyndarsköpunar fyrir slökkviliðið á sýningum að því segir í frétt frá Dubai. Bíllinn er af gerðinni Corvette C7 Stingray og því auðvitað dýrasta útgáfa bílsins, hvað annað!
Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent