Aukið samstarf Tesla og Daimler Finnur Thorlacius skrifar 2. nóvember 2013 09:15 Tesla og Daimler handsala samstarfið árið 2009. Árið 2009 bundust Tesla og Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz, samstarfi um þróun rafmagnsbíla og í leiðinni fjárfesti Daimler í 4,3% hlutabréfa Tesla. Ekki hafa sést gríðarmikil áhrif þessa samstarfs enn. Þó eru ýmsir íhlutir Í Tesla Model S fengnir frá Mercedes Benz og Smart ForTwo ED er með raflöður frá Tesla, en Smart fyrirtækið tilheyrir Daimler. Ennfremur er Mercedes Benz B-Class EV á leiðinni með Tesla rafhlöður. Daimler ætlar ekki að láta staðar numið þar og mun sækja mun meira í smiðju Tesla án þess að skilgreint hafi verið í hverju það nákvæmlega liggur. Elon Musk stofnandi Tesla fagnar þessu og telur að Tesla eigi Daimler greiða að gjalda frá því er fjármagn Daimler hjálpaði Tesla mjög á erfiðum tímum árið 2009. Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent
Árið 2009 bundust Tesla og Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz, samstarfi um þróun rafmagnsbíla og í leiðinni fjárfesti Daimler í 4,3% hlutabréfa Tesla. Ekki hafa sést gríðarmikil áhrif þessa samstarfs enn. Þó eru ýmsir íhlutir Í Tesla Model S fengnir frá Mercedes Benz og Smart ForTwo ED er með raflöður frá Tesla, en Smart fyrirtækið tilheyrir Daimler. Ennfremur er Mercedes Benz B-Class EV á leiðinni með Tesla rafhlöður. Daimler ætlar ekki að láta staðar numið þar og mun sækja mun meira í smiðju Tesla án þess að skilgreint hafi verið í hverju það nákvæmlega liggur. Elon Musk stofnandi Tesla fagnar þessu og telur að Tesla eigi Daimler greiða að gjalda frá því er fjármagn Daimler hjálpaði Tesla mjög á erfiðum tímum árið 2009.
Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent