Sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta lauk í dag með heillri umferð. Kristinn Steindórsson og félagar í Hamlstad þurfa að fara í umspil um laust sæti í úrvalsdeildinni eftir að liðinu mistókst að vinna Brommapojkarna á heimavelli.
Halmstad var stigi á eftir Brommapojkarna fyrir leiki dagsins og þurfti að sigra til að forðast umspilið. Það tókst ekki því liðin skildu jöfn 2-2. Kristinn kom inn á sem varamaður á 53. mínútu.
Arnór Smárason lék allan leikinn fyrir Helsingborg sem tapaði 2-1 á útivelli gegn AIK. Helsingborg hafnaði í fimmta sæti en AIK í öðru sæti á eftir meisturum Mamlmö FF.
Hjálmar Jónsson og Hjörtur Logi Valgarðsson sátu báðir á bekknum hjá Gautaborg sem vann Norrköping 2-0 á heimavelli. Gautavborg hafnaði í þriðja sæti deildarinnar.
Skúli Jón Friðgeirsson kom ekki við sögu þegar Elfsborg lagði Gefle 2-0 á útivelli. Elfsborg hafnaði í sjötta sæti deildarinnar.
Halmstad fer í umspilið
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið





„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti

Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti

Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti

