Næst síðasta umferðin í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta var leikin í kvöld. Start lagði Lilleström 1-0 og tryggði með því sæti sitt í deildinni eftir fallbaráttu allt tímabilið.
Jesper Mathisen skoraði sigurmark Start á 6. mínútu. Matthías Vilhjálmsson lék allan leikinn fyrir Start og Guðmundur Kristjánsson kom inn á sem varamaður á 72. mínútu.
Pálmi Rafn Pálmason kom inn á sem varamaður fyrir Lilleström á 69. mínútu. Lilleström er í 9. sæti með 36 stig og er Start nú sæti neðar með stigi minna og fjórum stigum meira en Sarpsborg 08 sem er í umspilssætinu.
Tvö lið falla og eitt lið þarf að fara í umspil um laust sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Sarpsborg 08 lyfti sér upp í umspilssætið og getur bjargað sæti sínu í síðustu umferðinni en Þórarinn Ingi Valdimarsson og Guðmundur Þórarinsson voru báðir í byrjunarliði Sarpsborg 08 sem vann Molde 1-0 á heimavelli í dag.
Steinþór Freyr Þorsteinsson tók út leikbann þegar Sandnes Ulf lagði Brann 3-1. Birkir Már Sævarsson lék allan leikinn fyrir Brann. Sandnes Ulf er í 12. sæti og því enn í fallhættu þó liðið sé komið úr umspilssætinu.
Indriði Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Viking og Jón Daði Böðvarsson síðustu sex mínúturnar í 2-1 tapi fyrir Rosenborg.
Kristján Örn Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Hönefoss sem lagði Sogndal 3-1.
Start heldur sæti sínu í úrvalsdeildinni
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið





Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995
Íslenski boltinn




Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar
Enski boltinn

Starf Amorims öruggt
Enski boltinn