Nýr Mazda3 er mættur Finnur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2013 11:15 Brimborg frumsýnir nýjan Mazda3 næstkomandi laugardag. Þetta er þriðja kynslóð Mazda3 en fyrri kynslóðirnar tvær hafa verið framleiddar í meira en 3,6 milljónum eintaka. Mazda3 er búinn SKYACTIV spartækni Mazda sem nær fram magnaðri nýtingu eldsneytis án þess að fórna afli. Hönnun hans er í anda 'KODO - Soul of Motion' og þykir útlit hans vel heppnað. Mazda3 er þriðji bíllinn sem er hannaður með þessi tvö atriði að leiðarljósi. Fyrstu tveir voru Mazda CX-5 sportjeppinn sem var kynntur árið 2012 og svo Mazda6 sem var kynntur fyrr á þessu ári. Báðir þessir bílar hafa slegið í gegn hjá bílablaðamönnum sem og aðdáendum Mazda um víða veröld. „Við finnum fyrir gríðarlegum áhuga fyrir nýja Mazda3. Allir horfa í eyðslutölur og þar er SKYACTIV spartæknin að koma virkilega vel út. Bíllinn er líka einstaklega glæsilegur enda hefur honum verið sérstaklega hampað fyrir rennilegt útlit. Líkt og með Mazda6 og Mazda CX-5 þá hafa bílablaðamenn verið gríðarlega ánægðir með nýja Mazda3. Hann er strax byrjaður að hirða til sín titla.“ segir Þórður Jónsson, framkvæmdastjóri Mazda. Eins og áður sagði verður Mazda3 frumsýndur á laugardaginn milli kl. 12 og 16 í Reykjavík. Brimborg Akureyri mun frumsýna bílinn fimmtudaginn 7. nóvember milli kl. 18 og 20. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Brimborg frumsýnir nýjan Mazda3 næstkomandi laugardag. Þetta er þriðja kynslóð Mazda3 en fyrri kynslóðirnar tvær hafa verið framleiddar í meira en 3,6 milljónum eintaka. Mazda3 er búinn SKYACTIV spartækni Mazda sem nær fram magnaðri nýtingu eldsneytis án þess að fórna afli. Hönnun hans er í anda 'KODO - Soul of Motion' og þykir útlit hans vel heppnað. Mazda3 er þriðji bíllinn sem er hannaður með þessi tvö atriði að leiðarljósi. Fyrstu tveir voru Mazda CX-5 sportjeppinn sem var kynntur árið 2012 og svo Mazda6 sem var kynntur fyrr á þessu ári. Báðir þessir bílar hafa slegið í gegn hjá bílablaðamönnum sem og aðdáendum Mazda um víða veröld. „Við finnum fyrir gríðarlegum áhuga fyrir nýja Mazda3. Allir horfa í eyðslutölur og þar er SKYACTIV spartæknin að koma virkilega vel út. Bíllinn er líka einstaklega glæsilegur enda hefur honum verið sérstaklega hampað fyrir rennilegt útlit. Líkt og með Mazda6 og Mazda CX-5 þá hafa bílablaðamenn verið gríðarlega ánægðir með nýja Mazda3. Hann er strax byrjaður að hirða til sín titla.“ segir Þórður Jónsson, framkvæmdastjóri Mazda. Eins og áður sagði verður Mazda3 frumsýndur á laugardaginn milli kl. 12 og 16 í Reykjavík. Brimborg Akureyri mun frumsýna bílinn fimmtudaginn 7. nóvember milli kl. 18 og 20.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent