Kia hefur lúxusbílasölu í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2013 13:30 Árleg bílasýningin í Los Angeles er haldin í næsta mánuði. Þar mun Kia kynna stóran lúxusbíl sem fengið hefur nafnið Kia K900. Þessi bíll er ekki alveg nýr af nálinni heldur þekktur sem Kia K9 í framleiðslulandinu S-Kóreu og hann átti að heita Quoris í Bandaríkjunum. Kia hefur greinilega tekið sönsum með það nafn, en flestum reyndist erfitt að bera það fram án þess að afmyndast í andlitinu á meðan. Kia K900 er afturhjóladrifinn bíll og verður boðinn með aflmiklar 6 og 8 strokka vélar. Bíllinn er hlaðinn lúxusbúnaði og á að slá keppinautunum við í verði, en ódýrustu gerð hans má fá fyrir um 50.000 dollara. Samt er hann t.d. með 12,3 tommu snertiskjá, 360 gráðu myndavélakerfi og upplýsingum frá mælaborði er varpað uppá framrúðuna. Kia K900 á systurbíl í Hyundai Genesis, sem gengið hefur vel að selja í Bandaríkjunum. Salan í fyrra á Genesis nam 33.973 bílum, en Kia áætlar aðeins að selja um 5.000 K900 bíla á næsta ári, ekki mjög háleitt markmið þar. Sala á Kia K900 hefst snemma á næsta ári vestanhafs. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent
Árleg bílasýningin í Los Angeles er haldin í næsta mánuði. Þar mun Kia kynna stóran lúxusbíl sem fengið hefur nafnið Kia K900. Þessi bíll er ekki alveg nýr af nálinni heldur þekktur sem Kia K9 í framleiðslulandinu S-Kóreu og hann átti að heita Quoris í Bandaríkjunum. Kia hefur greinilega tekið sönsum með það nafn, en flestum reyndist erfitt að bera það fram án þess að afmyndast í andlitinu á meðan. Kia K900 er afturhjóladrifinn bíll og verður boðinn með aflmiklar 6 og 8 strokka vélar. Bíllinn er hlaðinn lúxusbúnaði og á að slá keppinautunum við í verði, en ódýrustu gerð hans má fá fyrir um 50.000 dollara. Samt er hann t.d. með 12,3 tommu snertiskjá, 360 gráðu myndavélakerfi og upplýsingum frá mælaborði er varpað uppá framrúðuna. Kia K900 á systurbíl í Hyundai Genesis, sem gengið hefur vel að selja í Bandaríkjunum. Salan í fyrra á Genesis nam 33.973 bílum, en Kia áætlar aðeins að selja um 5.000 K900 bíla á næsta ári, ekki mjög háleitt markmið þar. Sala á Kia K900 hefst snemma á næsta ári vestanhafs.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent