Ríkissjóður BNA tapar 1.170 milljörðum á yfirtöku GM Finnur Thorlacius skrifar 6. nóvember 2013 08:45 Höfuðstöðvar General Motors. Það var svosem ljóst að bandaríska ríkið myndi tapa á yfirtöku General Motors er það tók yfir fyrirtækið í kröggum sínum árið 2009. Það mun samt fá ríflega 80% stuðnings síns til baka, eða 39,8 milljarða dala af 49,5 milljarða dala innspýtingu sinni í fyrirtækið. Nú á bandaríska ríkið enn um 7% í GM en áformar að losa sig við þau hlutabréf ekki seinna en í mars á næsta ári. Ríkissjóður Bandaríkjanna hjálpaði einnig Chrysler, sem var í sömu stöðu og GM og hefði farið á hausinn án stuðningsins. Á því tapaði ríkið hinsvegar mun minna, eða 1,3 milljörðum dala, eða 157 milljörðum króna. Það var svo Fiat sem keypti hluti ríkisins í Chrysler og er nú að reyna að eignast fyrirtækið að fullu. Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent
Það var svosem ljóst að bandaríska ríkið myndi tapa á yfirtöku General Motors er það tók yfir fyrirtækið í kröggum sínum árið 2009. Það mun samt fá ríflega 80% stuðnings síns til baka, eða 39,8 milljarða dala af 49,5 milljarða dala innspýtingu sinni í fyrirtækið. Nú á bandaríska ríkið enn um 7% í GM en áformar að losa sig við þau hlutabréf ekki seinna en í mars á næsta ári. Ríkissjóður Bandaríkjanna hjálpaði einnig Chrysler, sem var í sömu stöðu og GM og hefði farið á hausinn án stuðningsins. Á því tapaði ríkið hinsvegar mun minna, eða 1,3 milljörðum dala, eða 157 milljörðum króna. Það var svo Fiat sem keypti hluti ríkisins í Chrysler og er nú að reyna að eignast fyrirtækið að fullu.
Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent