Ríkissjóður BNA tapar 1.170 milljörðum á yfirtöku GM Finnur Thorlacius skrifar 6. nóvember 2013 08:45 Höfuðstöðvar General Motors. Það var svosem ljóst að bandaríska ríkið myndi tapa á yfirtöku General Motors er það tók yfir fyrirtækið í kröggum sínum árið 2009. Það mun samt fá ríflega 80% stuðnings síns til baka, eða 39,8 milljarða dala af 49,5 milljarða dala innspýtingu sinni í fyrirtækið. Nú á bandaríska ríkið enn um 7% í GM en áformar að losa sig við þau hlutabréf ekki seinna en í mars á næsta ári. Ríkissjóður Bandaríkjanna hjálpaði einnig Chrysler, sem var í sömu stöðu og GM og hefði farið á hausinn án stuðningsins. Á því tapaði ríkið hinsvegar mun minna, eða 1,3 milljörðum dala, eða 157 milljörðum króna. Það var svo Fiat sem keypti hluti ríkisins í Chrysler og er nú að reyna að eignast fyrirtækið að fullu. Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent
Það var svosem ljóst að bandaríska ríkið myndi tapa á yfirtöku General Motors er það tók yfir fyrirtækið í kröggum sínum árið 2009. Það mun samt fá ríflega 80% stuðnings síns til baka, eða 39,8 milljarða dala af 49,5 milljarða dala innspýtingu sinni í fyrirtækið. Nú á bandaríska ríkið enn um 7% í GM en áformar að losa sig við þau hlutabréf ekki seinna en í mars á næsta ári. Ríkissjóður Bandaríkjanna hjálpaði einnig Chrysler, sem var í sömu stöðu og GM og hefði farið á hausinn án stuðningsins. Á því tapaði ríkið hinsvegar mun minna, eða 1,3 milljörðum dala, eða 157 milljörðum króna. Það var svo Fiat sem keypti hluti ríkisins í Chrysler og er nú að reyna að eignast fyrirtækið að fullu.
Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent