Fótbolti

Lewandowski staðfestir brottför sína frá Dortmund

Stefán Árni Pálsson skrifar
Robert Lewandowski
Robert Lewandowski nordicphotos/getty
Robert Lewandowski, leikmaður Borussia Dortmund, hefur nú svo gott sem staðfest að hann muni yfirgefa félagið á næstu misserum.

Þessi 25 ára framherji var ítrekað orðaður við FC Bayern í sumar en að lokum varð hann um kyrrt hjá Dortmund en hans samningur við félagið rennur út næsta sumar. Hann gæti því farið frítt frá félaginu næsta sumar.

Ensku liðin Manchester United, Arsenal, Tottenham og Chelsea hafa einnig öll sýnt mikinn áhuga á að klófest leikmanninn.

„Ég mun gefa út á næsta ári hvað ég mun taka mér fyrir hendur. Fjölmiðlar geta því hætt að spyrja mig út í framtíð mín,“ sagði Lewandowski.

„Ég hef nú þegar tekið ákvörðun en mig langar í nýja áskorun, þrátt fyrir að líða ótrúlega vel hér hjá Dortmund.“

Leikmaðurinn hefur skorað 88 mörk í 156 leikjum fyrir þýska liðið og er einn mest spennandi leikmaður í Evrópu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×