Twitter slær í gegn á Wall Street Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 7. nóvember 2013 15:53 Eftirspurnin eftir hlutabréfum í Twitter er 30 sinnum meiri en framboðið. mynd/AFP Verið er að skrá samfélagsmiðilinn Twitter á markað í kauphöllinni í New York í þessum skrifuðu orðum. Um er að ræða stærstu skráningu á netfyrirtækis á markað síðan Facebook var skráð í maí á síðasta ári. Það stefnir í að þetta verði jafnvel stærri skráning en þegar Google fór á markað árið 2004. Um 70 milljónir hlutabréfa eru í boði. Upphaflegt verð var 23 dollarar en sökum gríðarlegrar eftirspurnar var verðið komið upp í 45,1 dollar þegar kauphöllin opnaði. Sögðu miðlar vestanhafs frá því að eftirspurn hefði verið 30 sinnum meiri en framboðið strax í morgun. Miðað við eftirspurnina má búast við því að verðið haldi áfram að rjúka upp. Þegar Facebook fór á markað í fyrra hækkaði verðið á hlutabréfum í fyrirtækinu gríðarlega fyrstu vikurnar. Þróunin snérist þó við nokkrum vikum seinna og verðið hrundi. Facebook hefur þó verið á stöðugri uppsiglingu síðan og hafa verð á bréfum í fyrirtækinu hækkað um 100 prósent síðustu þrjá mánuði. Mikill áhugi er á skráningunni víða um heim enda er Twitter ein af tíu stærstu vefsíðum í heimi og með um 230 milljónir notenda um allan heim. Hægt er að fylgjast með þróun mála á vef Telegraph.#Ring!— Twitter (@twitter) November 7, 2013 We just priced our IPO. pic.twitter.com/NWXaO4Myq0— Twitter (@twitter) November 6, 2013 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Verið er að skrá samfélagsmiðilinn Twitter á markað í kauphöllinni í New York í þessum skrifuðu orðum. Um er að ræða stærstu skráningu á netfyrirtækis á markað síðan Facebook var skráð í maí á síðasta ári. Það stefnir í að þetta verði jafnvel stærri skráning en þegar Google fór á markað árið 2004. Um 70 milljónir hlutabréfa eru í boði. Upphaflegt verð var 23 dollarar en sökum gríðarlegrar eftirspurnar var verðið komið upp í 45,1 dollar þegar kauphöllin opnaði. Sögðu miðlar vestanhafs frá því að eftirspurn hefði verið 30 sinnum meiri en framboðið strax í morgun. Miðað við eftirspurnina má búast við því að verðið haldi áfram að rjúka upp. Þegar Facebook fór á markað í fyrra hækkaði verðið á hlutabréfum í fyrirtækinu gríðarlega fyrstu vikurnar. Þróunin snérist þó við nokkrum vikum seinna og verðið hrundi. Facebook hefur þó verið á stöðugri uppsiglingu síðan og hafa verð á bréfum í fyrirtækinu hækkað um 100 prósent síðustu þrjá mánuði. Mikill áhugi er á skráningunni víða um heim enda er Twitter ein af tíu stærstu vefsíðum í heimi og með um 230 milljónir notenda um allan heim. Hægt er að fylgjast með þróun mála á vef Telegraph.#Ring!— Twitter (@twitter) November 7, 2013 We just priced our IPO. pic.twitter.com/NWXaO4Myq0— Twitter (@twitter) November 6, 2013
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira