Þessi bíll er Hello Kitty sérútgáfa hans sem aðeins verður framleiddur í 400 eintökum. Hann verður fremur ódýr og kostar í Japan sem nemur 1.450.000 krónum. Bíllinn er í sannkölluðum Hello Kitty lit og með Hello Kitty merki á nokkrum stöðum utan á bílnum.
Innréttingin er í takt við ytri útlitið, með Hello Kitty mynstri í sætum og laus Hello Kitty púði fylgir. Þessi bíll er einungis ætlaður til sölu í heimalandinu Japan.

