Volvo hættir framleiðslu C70 Finnur Thorlacius skrifar 31. október 2013 14:45 Volvo C70 blæjubíll. Í lok þessa árs mun framleiðslu á Volvo C70 Coupe bílnum verða hætt. Ekki nóg með það heldur mun verksmiðjan sem framleitt hefur þennan bíl í Svíþjóð verða lokað. Volvo C70 kom fyrst fram árið 1997, bæði sem blæjubíll og með harðan topp. Volvo hefur ætlað hinum nýja Volvo Concept Coupe, sem sýndur var á bílasýningunni í Frankfürt nýlega, að taka við C70. Á þeim bíl gæti þó orðið bið og víst að sá bíll verður ekki kominn í sölu þegar æviskeiði C70 lýkur. Mjög mikið er að gerast hjá Volvo, þ.e. helst í hönnunardeild þeirra, þar sem flestir framleiðslubílar Volvo eru nú að fara í gegnum endurhönnun. Næsti nýi bíll sem Volvo kynnir verður XC90 jeppinn sem Volvo hefur frestað útkomu á trekk í trekk. Volvo Concept Coupe þótti með fallegri bílum á bílasýningunni í Frankfürt. Honum er ætlað að leysa af C70 bílinn. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent
Í lok þessa árs mun framleiðslu á Volvo C70 Coupe bílnum verða hætt. Ekki nóg með það heldur mun verksmiðjan sem framleitt hefur þennan bíl í Svíþjóð verða lokað. Volvo C70 kom fyrst fram árið 1997, bæði sem blæjubíll og með harðan topp. Volvo hefur ætlað hinum nýja Volvo Concept Coupe, sem sýndur var á bílasýningunni í Frankfürt nýlega, að taka við C70. Á þeim bíl gæti þó orðið bið og víst að sá bíll verður ekki kominn í sölu þegar æviskeiði C70 lýkur. Mjög mikið er að gerast hjá Volvo, þ.e. helst í hönnunardeild þeirra, þar sem flestir framleiðslubílar Volvo eru nú að fara í gegnum endurhönnun. Næsti nýi bíll sem Volvo kynnir verður XC90 jeppinn sem Volvo hefur frestað útkomu á trekk í trekk. Volvo Concept Coupe þótti með fallegri bílum á bílasýningunni í Frankfürt. Honum er ætlað að leysa af C70 bílinn.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent