Kia mun framleiða GT Concept Finnur Thorlacius skrifar 1. nóvember 2013 08:45 Einn af fallegri bílum bílasýningarinnar í Frankfürt fyrir tveimur árum var þessi sportlegi hugmyndabíll frá Kia. Nú hefur Kia gengið með þennan bíl nógu lengi í maganum til að taka ákvörðun um framleiðslu hans eða ekki. Svarið er, hann verður framleiddur. Þá er bara spurningin hversu langt hann verður frá hugmyndabílnum fríða. Hverskonar undirvagn verður í þessum bíl er óvíst, en ekki er talið ólíklegt að það verði sá sami og er í Hyundai Genesis eða Kia Quoris, sem heitir núorðið K900 í Bandaríkjunum. Ef svo yrði, væri bíllinn afturhjóladrifinn, eins og sannur sportbíll, en ef annarskonar núverandi undirvagnar Kia eða Hyundai verða fyrir valinu, verður hann framhjóladrifinn. Heyrst hefur einnig að Kia ætli að framleiða mjög smáan sportbíl sem ætlað yrði að keppa við Mazda Miata og verður hann kynntur á bílasýningunni í Detroit í janúar. Ef hann fær góðar móttökur verður hann kominn í framleiðslu fyrir enda næsta árs. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent
Einn af fallegri bílum bílasýningarinnar í Frankfürt fyrir tveimur árum var þessi sportlegi hugmyndabíll frá Kia. Nú hefur Kia gengið með þennan bíl nógu lengi í maganum til að taka ákvörðun um framleiðslu hans eða ekki. Svarið er, hann verður framleiddur. Þá er bara spurningin hversu langt hann verður frá hugmyndabílnum fríða. Hverskonar undirvagn verður í þessum bíl er óvíst, en ekki er talið ólíklegt að það verði sá sami og er í Hyundai Genesis eða Kia Quoris, sem heitir núorðið K900 í Bandaríkjunum. Ef svo yrði, væri bíllinn afturhjóladrifinn, eins og sannur sportbíll, en ef annarskonar núverandi undirvagnar Kia eða Hyundai verða fyrir valinu, verður hann framhjóladrifinn. Heyrst hefur einnig að Kia ætli að framleiða mjög smáan sportbíl sem ætlað yrði að keppa við Mazda Miata og verður hann kynntur á bílasýningunni í Detroit í janúar. Ef hann fær góðar móttökur verður hann kominn í framleiðslu fyrir enda næsta árs.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent