Ari Freyr Skúlason og félagar í OB frá Odense unnu 5-1 stórsigur á útivelli á móti SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Hallgrímur Jónasson spilaði allan leikinn í miðri vörn SönderjyskE en þeir Ari Freyr voru nýkomnir til Danmerkur eftir ævintýraferð með íslenska landsliðinu til Ósló. Ari Freyr var allan tímann í vinstri bakverðinum.
Norðmaðurinn Mustafa Abdellaoue skoraði þrennu mörk fyrir OB, mark númer eitt, þrjú og fimm en hin mörkin skoruðu þeir Emil Larsen og Darko Bodul.
OB-liðið vann þarna sinn annan deildarsigur í röð en liðið hoppaði fyrir vikið upp í fjórða sæti deildarinnar.
SönderjyskE hefur aftur á móti tapað þremur leikjum í röð og situr nú eitt í botnsæti deildarinnar.
